Fimmtudagur, 23. janúar 2014
Upprennandi smyglarnar bíða átekta
Svartur markaður fyrir tóbak á Íslandi er óðum að skjóta djúpum rótum. Það ætti að flytja eitthvað af fjármagni úr skattlagningu og beint í vasa framtakssamra smyglara, sem geta svo eytt fé sínu á verðmætaskapandi hátt frekar en að sjá á eftir því í ríkishítina.
Ekki svo að skilja að ég sé að mæla ólöglegri smygl- og sölustarfsemi bót. Hún er samt að einhverju leyti leið út úr krumlum hins opinbera. Sovétríkin hefðu hrunið miklu fyrr ef svarti markaðurinn hefði ekki séð almenningi fyrir lífsnauðsynjum og ýmis konar þjónustu í áratugi.
Hið versta við að svarti markaðurinn taki við hluta af tóbakssölu á Íslandi er að sölumenn svarta markaðarins eru með ýmislegt annað á boðstólunum sem er mun verra fyrir heilsuna en tóbak. Þeir geta boðið upp á kannabis, hass, spítt og óhreint áfengi. Áhrifagjörn ungmenni, sem fyrir löngu eru hætt að hlusta á foreldra sína, gætu freistast til að prófa ýmislegt sem er bæði ávanabindandi og lífshættulegt. Óhrein fíkniefni og skítugt áfengi er þar á meðal.
En ætli þeim sé ekki sama þeim þarna í fílabeinsturnum lýðheilsunnar? Þeir sofa ekki rólegir á nóttunni nema vita til þess að foreldrar séu farnir að fórna mat barnanna fyrir tóbakskorn og áfengissopa. Það er e.t.v. það ógeðfelldasta við þetta allt saman.
Reykingamönnum fækkaði í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.