Miðvikudagur, 15. janúar 2014
Samstarf er alltaf góð hugmynd
Hvort sem veðrið fer kólnandi eða hlýnandi er ljóst að aukið samstarf er alltaf betra en óbreytt samstarf. Fleiri hendur vinna létt verk, stærri markaður býður upp á meiri sérhæfingu, og fleiri heilar leysa fleiri vandamál. Veðrið er aukaatriði í þessu samhengi.
Ís og klaki hindra ekki aukið samstarf, ekki einu sinni þegar kemur að því að sækja auðlindir í hafið. Sé verð á auðlind nógu hátt mun ágóðavonin réttlæta fjárfestingar í nauðsynlegri tækni til að sækja hana. Stjórnmálamenn eru hins vegar hindrun. Þeir skattleggja, setja á reglur, halda uppi tollamúrum, veita rekstrarleyfi eða sleppa því, boða stefnur, skapa óvissuástand, þjóðnýta, friða, sliga og svona mætti lengi telja.
Tækifæri eru alltaf óendanlega mörg. Stjórnmálamenn eiga að hætta að flækjast fyrir að einhver grípi þau.
Samskiptin verið frekar lítil hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.