Hrundi, miðað við hvað?

Spurning: Hvernig er hægt að mæla gæði viðskiptablaðamennsku?

Svar: Skoðaðu hversu misvísandi fréttir um gull eru. Séu þær ekki mjög misvísandi er blaðamennskan sennilega á heildina litið góð. Annars léleg.

Bandaríski dollarinn hefur misst 99,9% af kaupmætti sínum miðað við gull á seinustu 300 árum. Um það má lesa nánar hérna (og mun víðar).

Að sögn er gull ekki lengur mikilvægt til að verja kaupmátt auðæva eða peninga. Það er rangt. Meira að segja peningaprentarar eins og seðlabankastjóri ECB geta fært ágæt rök fyrir því (sjá hér).

Það er heldur ekki alveg rétt að fjárfestirinn George Soros hafi gefist upp á gulli. Hann er þekktur fyrir að segja eitt og gera annað til að rugla markaðsaðila. Nánar um það hérna.

Það eina sem kemur í veg fyrir gríðarlega hækkun á gulli þessi misserin (mæld í dollurum og öðrum pappírsgjaldmiðlum) er bláþráður af trausti á seðlabönkum heimsins. Þegar hann slitnar verður slegist um gullið, og þar hafa m.a. Kínverjar, Indverjar og Rússar búið sig undir. 

Fyrir betri umfjöllun um gull og framtíð þess má benda á þessa grein.


mbl.is Gullverð hrundi árið 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband