Mánudagur, 18. nóvember 2013
Kjartan er ólíkur hinum
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, fékk að mínu mati of lélega kosningu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann er ekki eins og allir hinir, þótt hann sé auðmjúkur og setji sig í sömu girðingu og þeir. Því til stuðnings vil ég benda á þessa færslu Vefþjóðviljans. Þar er bent á að Kjartan Magnússon er sá eini sem hefur staðið með skattgreiðendum í tveimur af stærstu árásum hins opinbera á þá á seinustu misserum og árum (Icesave og Harpa).
Hvað sem því líður þá gæti Kjartan e.t.v. prófað á næstu árum að tala meira fyrir skattalækkunum og minnkandi hlutverki sveitarfélagsins Reykjavík í daglegu lífi Reykvíkinga. Það gerði Davíð Oddsson á sínum tíma og hlaut miklar vinsældir fyrir, svo ég tali nú ekki um stól borgarstjóra og yfir 50% fylgi fyrir flokk sinn, og það í endurkjöri. Við eigum enga stjórnmálamenn sem segja hátt og skýrt að þeir séu að berjast fyrir því að hafa sem minnst að gera í lok kjörtímabilsins. Ég lýsi hér með eftir slíkum.
Ekki dómur yfir borgarfulltrúum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Steinarr Kr. , 18.11.2013 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.