Mánudagur, 4. nóvember 2013
Enn of mikill stuðningur í ljósi aðstæðna
Stuðningur við ríkisstjórnina ætti að vera nær 10% en 50% ef hún væri að sinna skyldum sínum. Þær skyldur eiga að fela í sér djúpan niðurskurð á ríkisrekstrinum, stórkostlega einkavæðingu innan ríkis"kerfanna" (heilbrigðiskerfið, landbúnaðarkerfið og þess háttar) og stóran straum lagafrumvarpa sem fela í sér afnám heilu lagabálkanna sem í dag setja einkaaðilum stólinn fyrir dyrnar. Gríðarlegar skattalækkanir og uppgreiðsla á skuldum hins opinbera fylgja svo með, auðvitað. Þetta hef ég sagt áður.
Á heimasíðu hinnar bandarísku Ludwig von Mises-stofnunar er nú að finna grein sem ber saman Ísland og Írland eftir hrunið 2008. Niðurstaðan er sú að Ísland stendur að mörgu leyti verr, og að ástandið er að versna hlutfallslega. Hér er lítil tilvitnun:
Many Icelanders work two jobs to make ends meet. This effect was increasingly pronounced through the recession as inflation made it more difficult to get by with one salary. As a consequence, many Icelanders lost one job during the recession but the unemployment statistics did not reflect this as they were still employed elsewhere. This is notably not the case in Ireland, where not only is one job per worker the norm, but falling prices made it easier for an employed person to make ends meet as the recession continued.
Og önnur:
Both countries still have problems. Icelands monetary controls are notably stifling needed investment, while Ireland is left with a large debt from bailing out its banks, and this is stalling growth. One thing is clear though the effects of monetary policy are stark and the proclaimed benefits of Icelands inflationary policy were counteracted by the price inflation that ensued.
Ríkisstjórnin á að hafa hugrekki til að takast á við vandamál verðbólgu og ríkisreksturs. Ríkisvaldið er alltaf nákvæmlega jafnstórt og það hefur fjármuni til að vera (og gjarnan svolítið stærra en það). Lokatilvitnunin er í hinn franska Frederic Bastiat, sem sagði í ræðu árið 1849:
If we vote 800 million francs for government services, the bureaucrats will devour 800 million; if we give them two billion, they will immediately expand themselves and their projects up to the full amount. [Tekið úr Frederic Bastiat: A Man Alone, bls. 117.]
Þetta er stundum kallað Lögmál Bastiat um skrifræði. Við skulum alveg endilega læra það.
Ríkisstjórnin með 43% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.