Ríkið sér um sína

Innan ríkisvaldsins lifir sú goðsögn að opinberir starfsmenn eigi að fá "samkeppnishæf" eða "sambærileg" laun miðað við starfsmenn einkafyrirtækja. Þessi ranghugmynd er beinlínis bundin í lög (nr. 47/2006):

8. gr. Við úrlausn mála skal kjararáð gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar.

Ekkert segir í lögunum um að taka beri tillit til gríðarlegrar mismununar í lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna annars vegar og starfsmanna einkafyrirtækja hins vegar. Einblínt skal á laun. Hinir vitru forstjórar ríkisstofnana eiga að fá laun "í samræmi við laun í þjóðfélaginu", að undanskildum lífeyrisréttindum, þeirri staðreynd að ríkið rekur nánast aldrei nokkurn stjórnenda úr röðum sínum og án þess að hugleiða þann bjagaða raunveruleika að fólk innan hins opinbera geira getur flakkað þar um svo áratugum skiptir án þess að verða afhjúpað fyrir markaðslögmálunum.

Kjararáð á að leggja niður því allar ríkisstofnanir á að selja eða leggja niður. Þeir sem vilja ríkisvald eiga að geta sætt sig við að það sjái ekki um margt annað en að halda fundi fyrir 63 einstaklinga, borga ofan í þá kaffi og skipta sér að öðru leyti ekkert af samfélaginu. Ríkisvaldið er stofnun ofbeldis, og þeir sem eru ósammála því ættu að prófa óhlýðnast hinu opinbera og sjá hvað verður um viðkomandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Finnst þér ekki merkilegt að allir, verkalýðsforkólfar og aðrir tala alltaf um að minnka lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna, þegar á að "jafna" þessi kjör, en það á ekki við á hinn veginn.

Steinarr Kr. , 31.7.2013 kl. 11:35

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Verkalýðsforkólfar eða -leiðtogar berjast auðvitað fyrir sínum persónulegu hagsmunum. Það er gott og blessað. Vandamálið er öll sú lögvernd sem verkalýðsfélögum er veitt. Þau geta hreinlega lokað heilu vinnustöðunum, og fyrirtækjum jafnvel meinað um að ráða afleysingarfólk, og allt varið með lögregluvaldi. Þannig er það a.m.k. víða í USA og Evrópu en ég játa að ég þekki ekki lögvarin rétt verkalýðsfélaga á Íslandi til að siga lögreglunni á þá sem eru ósammála þeim.

Svo væri gott ef það rynni sem fyrst upp fyrir sem flestum að lífeyris"skuldbindingar" ríkisins í dag eru ávísun á gjaldþrot hins íslenska ríkisvalds og hagkerfis. Þær verða ekki greiddar. Í stöðunni eru þá eftirfarandi möguleikar:

- Breyta engu og keyra fram af þverhnípinu, með tilheyrandi þjáningum fyrir alla um borð.

- Gera róttækar breytingar á réttindum opinberra starfsmanna, a.m.k. þeim yngri, í átt að lengri starfsaldri, hærri iðgjöldum og minni útgreiðslum þannig að kerfið standi undir sér, og koma því svo út úr ríkisrekstrinum hið fyrsta.

Annaðhvort, eða, og veldu nú!

Geir Ágústsson, 31.7.2013 kl. 12:48

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Langbest væri nú samt að þurrka út allar "reglur um lífeyri" á Íslandi og gera sparnað fólks að einkamáli þess. Fé í lífeyrissjóð í dag er tapað fé. Og það er ekkert sér-íslenskt við það. Ég greiði í danskan lífeyrissjóð og verð að gera það skv. ráðningarsamningi, en þegar ég verð orðinn gamall maður verður sá sjóður löngu horfinn, t.d. í núverandi björgunaraðgerðir í ESB, verðbólgubálið sem er handan við hornið í Evrópu og Bandaríkjunum og jafnvel víðar, nema hrein og klár þjóðnýting muni fara fram til að loka gati á ríkissjóði hér í landi, nú eða í framtíðinni.

Geir Ágústsson, 31.7.2013 kl. 12:51

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Sem betur fer fyrir okkur lögreglumenn, þá má ekki beita okkur í vinnudeildum, á hvorn vegin sem er. Við eigum að halda uppi alsherjarreglu, en ekki að skipta okkur að einstaka málum, enda við ekki dómendur í málum manna.

Þó að það sé að vísu erfitt að finna sambærilega stétt í einkageiranum eins og lögreglumenn, þá hefur þetta ítrekað verið notað til að halda aftur af, eða hafna launakröfum okkar að við höfum svo góð, ríkistryggð!!, lífeyrissjóðsréttindi. Nú liggur það ljóst fyrir að það er tálsýn. Er þá ekki eðlilegt að maður takið það til greina þegar maður fer að selja tíma sinn og þekkingu?

Steinarr Kr. , 31.7.2013 kl. 16:42

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki veit ég hvað lögreglumenn geta gert til að hækka laun sín. Þeirra eini mögulegi atvinnuveitandi er ríkisvaldið. En jú, lífeyrisréttindin svokölluðu eru tálsýn. Fyrir þeim er engin innistæða.

Geir Ágústsson, 1.8.2013 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband