Bókadómur: 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá

Í nýjasta hefti Þjóðmála (Facebook-síða), sem kom út í júní, er að finna bókadóm eftir mig um bókina 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá. Þetta er að mörgu leyti fróðleg bók og sennilega er óhætt að flokka hana sem nokkurs konar samansafn af "viðteknum skoðunum" álitsgjafa og vinstrimanna í umræðunni í dag, þótt höfundur sé raunar að reyna vera frumlegur og benda á eitthvað sem okkur flestum er dulið.

Ég fer ekkert sérstaklega fögrum orðum um bókina. Hún ristir yfirleitt grunnt í öllum fræðum (hagfræði, félagsfræði, tölfræði), er troðfull af mótsögnum og skilur ekki eftir sig neina skýra mynd í huga lesanda. Það er svo sennilega einn helsti styrkur hennar og ástæða mikils áhuga á henni: Með því að lenda aldrei á neinni ákveðinni niðurstöðu tekst höfundi að uppfylla óskir nánast allra lesenda, sem geta þá túlkað það sem sagt er sem mikla visku og djúpt innsæi.

Eða hversu djúpt og viturt er það eiginlega að vera á móti öllum sköttum, ríkisafskiptum, ríkisreglum, ríkislögum og ríkiseftirliti? Er það ekki bara þvermóðskuleg og allt að því trúarleg afstaða sem hentar engan veginn í "praksís"? Er þá ekki betra að vera stundum með og stundum á móti öllu? Er ekki í lagi að stunda ríkisáætlunarbúskap í Asíu þótt hann hafi sett heilu hagkerfin á hausinn í öðrum heimshlutum? Er ekki í lagi að múra fjármálamarkaði inni í enn meira regluverk þótt reglur á öðrum sviðum hafi svipt fólk ábyrgðartilfinningu og gert því kleift að taka mikla áhættu í skjóli samþykkis opinberra eftirlitsaðila á rekstri sínum? 

Ég vona að sem flestir nái sér í eintak af sumarhefti Þjóðmála og finni jafnvel tíma til að lesa bókadóm minn. Maður er nú einu sinni þannig gerður að vilja að einhver lesi skrif manns!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband