Föstudagur, 12. júlí 2013
Ríkisstjórnin að komast í tímahrak
Ríkisstjórnin er strax að koma sér í tímahrak. Hún gerði of lítið og of hægt áður en Alþingi fór í sumarfrí. Mikilvægt er að nýta sumarið vel til að vinna það upp.
Um leið og Alþingi kemur saman í haust þarf eftirfarandi að gerast, en til vara eins mikið af neðangreindu og pólitískur raunveruleiki leyfir:
- Undirbúningur að hluta-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins þarf að hefjast; allan rekstur þarf að bjóða út, ríkið á að skilgreina hvar það vill áfram stunda fjármögnun meðferða og hvar slíku má auðveldlega koma í hendur einstaklinga og tryggingarfélaga, skatta þarf að lækka sem nemur kostnaði sem sparast, lögum og reglum á sviði heilbrigðisþjónustu þarf að fækka niður í eina blaðsíðu.
- Sala ríkiseigna þarf að hefjast í stórum stíl; allt sem heitir rekstur á heima á frjálsum markaði og vera reglaður á forsendum markaðarins. Ekki eitt einasta bókhald á að fara fyrir augu ríkisstarfsmanns nema það sem tilheyrir sjálfum ríkissjóði.
- Vegakerfið má auðveldlega einkavæða.
- Alla skatta þarf að leggja niður eða lækka niður í nánast ekki neitt.
- Ríkisútgjöld þurfa að lækka niður í nánast ekki neitt. Það er auðvelt þegar ríkisfyrirtæki og -eignir eru komnar af borði ríkisstarfsmanna.
- Skuldir hins opinbera þarf að semja um að afskrifa eða greiða niður, en líklega þarf bæði að koma til. Þær eru of háar.
- Skuldbindingar ríkisins þarf að semja um að koma af herðum skattgreiðenda sem fyrst. Kannski þýðir það að einhverjar einingar, t.d. lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, þarf að "borga út". Auðvitað dugir ekki að fjöldi einstaklinga hafi miðað við það alla sína starfsævi að fá lífeyri úr opinberum sjóðum, en á þeim mistökum stjórnmálamanna þarf að taka föstum tökum.
- Lagasafn ríkisins þarf að skera niður um 95%. Öll lög sem banna sjálfráða og fullorðnu fólki að gera eitthvað við sjálft sig þarf að þurrka út á einu bretti.
Listinn gæti orðið miklu lengri því sennilega er ég að gleyma einhverju. Ríkisvaldið er vandamál hvers samfélags og því minna sem það verður, því betra fyrir hið frjálsa framtak, og fyrir frjáls samskipti og viðskipti í samfélaginu og hagkerfinu.
Sjálfstæðisflokkur með 29,7% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Fyrst skrefið er að skera niður við alþingismenn sjálfa, þeir eru fimm sinnum fleiri per íbúa hér en á Norðurlöndunum. Reka alla aðstoðarmenn þingmanna og ráðherra. Leggja niður menntamála, heilbrigðis, sjávarútvegs, landbúnaðar og viðskiptaráðuneyti svo nokkur dæmi séu talin. Heldur einhver að bændur hætti öllu sínu ef landbúnaðarráðuneytið verður lagt niður? Halda menn að menntun í landinu leggist af ef menntamálaráðuneytið verður strokað út?
Skera þarf niður útgjöld hins opinbera um 20-25%% eða svo á ári út þetta kjörtímabil. Eystrasaltslöndin hafa skorið niður raunstærð hins opinbera (það haf PIGS löndin ekki gert) og þess vegna er staðan nokkuð góð þar.
Hræðilega fáir skilja að fjármunir sem hið opinbera sogar til sín fara ekki í hagkvæm verkefni heldur óhagkvæm.
Á vefsiðunni rikid.is kemur fram að heildarskuldir opinbera geirans hérlendis séu um 2200 milljarðar króna eða sem nemur tæpum 7 millum á hvert einasta mannsbarn hérlendis. Heldur einhver að þetta verði borgað? Við erum gjaldþrota eins og flest önnur Vestræn ríki. Hvert einasta mannsbarn í USA t.d. skuldar rúma 50.000US$ og hratt bætist við þá súpu.
Þegar fjárfestar fatta hvernig staðan er í reynd verður hrikalegur hvellur, bankahrunið frá 2008 verður eins og hurðarsprengja í samanburði. Ríki verða gjaldþrota og óðaverðbólga mun rýra kjör fólks. Þetta getur hæglega gerst innan 5 ára. Menn bæta ekki endalaust í skuldir án afleiðinga.
Gaman væri að spyrja Krugman og félaga, þegar allt loks hrynur, hvort hann sé tilbúinn til að skila Nóbelnum sínum?
Helgi (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 23:24
Ég sé að þú hefur farið í smiðju hægri manna í Norður Karólínu.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/07/13/eru-republikanar-ad-leggja-nordur-karolinu-i-rust/
Jón Ingi Cæsarsson, 13.7.2013 kl. 12:07
Mér sýnist menn vera að gera heiðarlega tilraun til að forða Norður Karólínu frá því gjaldþroti sem blasir við flestum bandarískum ríkjum og auðvitað alríkinu. Megi þeim ganga sem allra best með það.
Geir Ágústsson, 13.7.2013 kl. 22:14
Þetta er það sem blasir við þeim sem taka ekki til hjá sér:
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/07/18/borgin_detroit_gjaldthrota/
Bækur eins og þessar eru að verða meira og meira áríðandi, ekki bara sem tæki til að komast úr ósköpunum heldur líka sem skýring á því hvernig við erum að grafa okkar efnahagslegu gröf:
http://www.rollbackbook.com/
Geir Ágústsson, 20.7.2013 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.