Sunnudagur, 12. maí 2013
Meðalnemandinn með hæstu einkunnina
Það er til marks um afskaplega slappa frammistöðu opinberra eininga á Íslandi að Seltjarnarnesbær sé talinn til fyrirmyndar. Bærinn sýgur 13,66% af launum bæjarbúa í sjóði sína og hirðir að auki enn meira af þeim í gegnum allskyns "gjöld" og aðra skatta. Bærinn hefur til umráða marga milljarða. Fyrir þá ætlast löggjafinn til þess að bærinn reki skóla og leikskóla, leggi og viðhaldi vegum og fleira. Að auki er bærinn með óteljandi önnur verkefni á sinni könnu sem enginn bað hann um að taka að sér eða finna upp og engin lög skylda hann til.
Niðurstaðan er "jákvæð afkoma" (skattheimta umfram brennslu skattfjár) upp á tæpar 300 milljónir. Bærinn skuldar að auki einhverjar upphæðir sem hann er ekki enn búinn að mjólka bæjarbúa upp í.
Það skal játast að miðað við flest önnur sveitarfélög landsins er þetta glæsileg frammistaða! Hana má engu að síður miða við það að hæsta einkunn í prófi sé 5,0 af 10,0 mögulegum - að hæsta einkunnin hafi hlotnast meðalnemanda. Það segir mörg um það hvað rekstur opinberra eininga á Íslandi eru í hrikalega slæmum málum.
Jákvæð afkoma Seltjarnarnesbæjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.