Kapphlaupið á botninn

Bandaríkin og Japan eru komin í einhvers konar kapphlaup um það hvor á hraðar rýrnandi gjaldmiðil. Japanir boðuðu nýlega mjög hraða og markvissa rýrnun á sínum gjaldmiðli, sennilega að einhverju leyti vegna pólitískrar pressu frá Bandaríkjunum sem hafa verið að rýra gjaldmiðil sinn í fjölda ára. 

Gríðarlegar breytingar á gjaldmiðlaskipan heimsins eru viðbúnar í náinni framtíð. Bandaríski dollarinn er loksins og verðskuldað að missa sinn sess sem "forðamynt" heimsins. Þýskaland, svo dæmi sé tekið, er að draga gullforða sinn úr geymslum bandaríska seðlabankans (sem reynir allt sem hann getur til að tefja ferlið). Arabaríkin eru að tala um að setja á laggirnar eigin gjaldmiðil og koma olíuviðskiptum úr bandaríska dollaranum. BRIK-löndin svokölluðu eru líka að reyna kljúfa sig frá sökkvandi skipum bandaríska dollarans og evrunnar. 

Spennandi tímar eru framundan. Ekki treysta á að geta lifað af lífeyri þínum. Ekki treysta á sparnað í neinni ríkismynt eða hlutabréfum. Reyndu að skulda sem minnst. Reyndu að eiga sem mest af einhverju sem nær örugglega er hægt að skipta í neysluvarning hvenær sem er, t.d. góðmálma. Reyndu að afla þér og viðhalda sem mest af verðmætaskapandi þekkingu og reynslu. Ekki gera ráð fyrir að geta lagst í helgan stein snemma. Vonaðu svo að gjaldmiðlastríð nútímans endi ekki eins og svo mörg önnur: Með stríði. 


mbl.is Hressileg lækkun á olíumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband