Laugardagur, 4. maí 2013
Þora þeir að vera óvinsælir?
Stefna hins íslenska hagkerfis er fram að bjargbrún ríkisgjaldþrots með tilheyrandi sársaukafullum afleiðingum fyrir alla sem starfa innan þess.
Hrunið haustið 2008 var auðvitað slæmt en engin sérstök ástæða var til að ætla að það ætti að vera meira en skammvinn óþægindi á meðan skuldirnar yrðu hreinsaðar út. Hrunið varð hins vegar þjóðnýtt. Ríkissjóði var ýtt undir allt sem var að hrynja. Tiltektinni var slegið á frest. Ríkissjóður skuldar svimandi fjárhæðir í kjölfarið.
Ný ríkisstjórn þarf að þora að vera óvinsæl. Hún þarf að verða óvinsæl hjá mörgum. Viðræður við lánadrottna ríkisins þurfa að hefjast og í þeim þarf að ræða afskriftir og lengingu lána. Stokka þarf upp skuldbindingar ríksins og koma sem flestum frá. Lífeyrisréttindi eru þar engin undantekning. Allar stórar opinberar framkvæmdir þarf að endurskoða. Augljóslega þarf að selja ríkið út úr Hörpu og öðrum slíkum skuldbindingum. Stíf forgangsröðun þarf að eiga sér stað í ríkisrekstrinum og stóra afkima hans þarf að leggja niður eða selja. Seðlabanka Íslands þarf að leggja niður og ríkið á að hætta að skipta sér af því hvaða peninga fólk notar, og hvaða verðtryggingar það styðst við, ef einhverjar.
Skuldir þarf að greiða niður. Skatta þarf að lækka mikið svo hagkerfið nái andanum aftur. Þetta þarf að gerast á sama tíma, svo ríkisútgjöld þurfa að lækka það mikið að bæði sé hægt að greiða niður skuldir og lækka skatta.
Þetta mun þýða óþægindi fyrir marga. Ávinningurinn er samt mikill, þótt hann komi ekki í ljós strax. Hann er sá að hægt verði að byggja upp til framtíðar. Tækifærin eru gríðarlega mörg og stór en þau eru í dvala í dag.
Ríkisstjórnin þarf að þola að vera óvinsæl.
Í viðræður við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þessari færslu
Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.