Hvaða 'umboð' er þetta?

Fréttamenn virðast taka munnlegt leyfi forseta Íslands um að einhver "megi" fara í viðræður um stjórnarmyndun mjög alvarlega.

Slíkt umboð hefur ekkert formlegt gildi. Það er í besta falli beiðni til formanna flokkanna um að bíða rólegir á meðan einhver einn þeirra flakkar á milli hinna og ræðir stjórnarmyndun. Allir mega engu að síður tala við alla. Allir geta sömuleiðis látið það eiga sig að tala við alla. Forseti Íslands hefur ekkert formlegt hlutverk hérna. Stundum hefur forseti þurft að sýna frumkvæði og lokka menn að samningaborði þegar hvorki gekk né rek í stjórnarmyndunarviðræðum, en það er ekki staðan hér. 

Að því sögðu vona ég að formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks kynni sér þessa grein og fari jafnvel eftir henni. Þá er hætt við að Íslendingar komist loksins upp úr hjólförum seinustu fjögurra ára, hinna "töpuðu ára" hinnar "hreinu vinstristjórnar" (sem var miklu, miklu, miklu lengra til vinstri en "hreinar vinstristjórnir" hinna norrænu landanna).


mbl.is Ræðir við Bjarna aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það eru menn eins og Jón Steinar sem hafa komið illu orði á Sjálfstæðisflokk.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 2.5.2013 kl. 21:12

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er hjartanlega ósammála.

Kv.

Geir

Geir Ágústsson, 4.5.2013 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband