Til hvers að svara?

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi í Reykjavík er sennilega einn af þremur til fjórum stjórnmálamönnum á Íslandi sem hafa raunverulegar áhyggjur af gríðarlegum þunga hins opinbera á herðar hins vinnandi manns.

Hann spyr og skrifar og rannsakar og ræðir.

En til hvers ætti einhver að svara honum? Lögin kveða auðvitað á um skyldur og allt það en hjá slíku er alltaf hægt að komast. Svör geta verið loðin. Þau geta borist seint. Þau geta svarað einhverju allt öðru en um var spurt og þá er hægt að hefja ferlið að nýju eða sleppa því.

Fyrir utan það veit Jón Gnarr ekki nokkurn skapaðan hlut um það sem er að gerast í því apparati sem formlega séð heyrir undir hann.

Ég vona samt að Kjartan og aðrir af hans tegund stjórnmálamanna gefist ekki upp. Dropinn holar steininn og málefnaleg, hvöss, ákveðin og aðgangshörð stjórnarandstaða hlýtur að skila einhverju, einhvern tímann.


mbl.is Fær ekki svör um kostnað við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með frama Hönnu Birnu í prófkjöri Sjallana í Reykjavík. Konan sagðist stolt setja fé í Hörpuna og opnaði ekki munninn um Icesave.

Sjallana vantar fleiri eins og Kjartan.

Helgi (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband