Flokkur í markaðsherferð

Samfylkingin má muna sinn fífil fegri. Hún er komin í bullandi fallbaráttu við ný framboð og Vinstri-græna á íslensku vinstriflórunni. Markaðsmenn flokksins hafa því fengið að leggja hausinn í bleyti og þeir stungið upp á útvíkkuðu nafni á flokkinn. Flokksheiti með bandstriki er í tísku í dag. Samfylkingin vill vera í tísku. 

Hvað segja hinir vinstriflokkarnir við svona löguðu? Eru forystumenn þeirra sammála því að Samfylkingin sé jafnaðarmannaflokkur Íslands? Hvað eru hinir flokkarnir þá? Lýðskrumflokkar Íslands? Litlu-samfylkinginar? Óskilgetin afkvæmi Samfylkingarinnar?

Kosningar eru greinilega handan við hornið. Ég vona að það sjóði upp úr hjá vinstrinu svo fylgið við það nálgist skynsamlegri hlutföll, t.d. 30% samanlagt hjá öllum vinstriflokkum.   


mbl.is „Jafnaðarmannaflokkur“ ofan á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þeir hafi munað að skipta um kennitölu í leiðinni.

itg (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband