Föstudagur, 1. febrúar 2013
Íslendingar mættu líta til Danmerkur og Svíþjóðar
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon litu aðeins of langt í austur þegar þeim vantaði kerfi til að apa eftir á Íslandi.
Til að bjarga sér frá gjaldþroti hafa Norðurlöndin neyðst til að skera djúpt í skattheimtu hins opinbera. Þetta hefur haldið þeim á réttu róli, en þó er langt í land. Danmörk safnar skuldum og allskyns skuldbindingar hins opinbera eru ennþá í svimandi hæðum í bæði Svíþjóð og Danmörku. Í Noregi er beinlínis stefnt að því að éta upp sparnaðinn þegar olían er uppurin. Er það til eftirbreytni?
Í umræðunni er oft talað í nútíð: Í landi A lítur ástandið betur út í landi B. Land A er ekki á leið í gjaldþrot hér og nú á meðan land B stefnir í þrot fljótlega.
Þetta er eins og að bera saman einkunnir lélegustu nemendanna til að meta námsárangur. Nemandi A fékk 5 í einkunn en það er nokkuð gott miðað við nemanda B sem fékk bara 2 í einkunn. Eftir stendur að enginn er raunverulega að ná góðum árangri.
Norðurlöndin eru e.t.v. með skilvirkasta opinbera geirann í heiminum og sennilega ánægðustu skattgreiðendur heims enda er stærsti hluti Norðurlandabúa í millistétt og "fær" svipað mikið frá ríkinu og hún "gefur" því. En vandamál Norðurlandanna eru of stórt ríkisvald, engu að síður. Meira að segja jafnaðarmannablaðið The Economist er sammála því.
![]() |
Friedman á heimavelli í Stokkhólmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Facebook
Athugasemdir
Tölur frá 2011 segja að Svíþjóð skuldi 39.6% af landsframleiðslu en Danmörk 46%svo það er nú öfundsvert. Þeir virðast hafa borð fyrir báru.
Hörður (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 16:02
Danir a.m.k. þola illa að fylgjast með stjórnmálamönnum safna skuldum fyrir sína hönd. Blaðagreinar og pistlar eru fljótir að birtast hér í landi ef skuldirnar eru að aukast. Það er jákvætt, til merkis um aðhald og beitir stjórnmálamenn aga.
Í dag beinist athygli Dana mikið að HRAÐA skuldasöfnunarinnar, sem er gríðarleg og sér engan veginn fyrir endinn á, enda útgjaldaglöð ríkisstjórn sú sem nú situr. Sjá t.d.:
http://www.nationalbanken.dk/DNDK/Statsgaeld.nsf/side/Statens_gaeld!OpenDocument
Geir Ágústsson, 1.2.2013 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.