Föstudagur, 1. febrúar 2013
Íslendingar mættu líta til Danmerkur og Svíþjóðar
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon litu aðeins of langt í austur þegar þeim vantaði kerfi til að apa eftir á Íslandi.
Til að bjarga sér frá gjaldþroti hafa Norðurlöndin neyðst til að skera djúpt í skattheimtu hins opinbera. Þetta hefur haldið þeim á réttu róli, en þó er langt í land. Danmörk safnar skuldum og allskyns skuldbindingar hins opinbera eru ennþá í svimandi hæðum í bæði Svíþjóð og Danmörku. Í Noregi er beinlínis stefnt að því að éta upp sparnaðinn þegar olían er uppurin. Er það til eftirbreytni?
Í umræðunni er oft talað í nútíð: Í landi A lítur ástandið betur út í landi B. Land A er ekki á leið í gjaldþrot hér og nú á meðan land B stefnir í þrot fljótlega.
Þetta er eins og að bera saman einkunnir lélegustu nemendanna til að meta námsárangur. Nemandi A fékk 5 í einkunn en það er nokkuð gott miðað við nemanda B sem fékk bara 2 í einkunn. Eftir stendur að enginn er raunverulega að ná góðum árangri.
Norðurlöndin eru e.t.v. með skilvirkasta opinbera geirann í heiminum og sennilega ánægðustu skattgreiðendur heims enda er stærsti hluti Norðurlandabúa í millistétt og "fær" svipað mikið frá ríkinu og hún "gefur" því. En vandamál Norðurlandanna eru of stórt ríkisvald, engu að síður. Meira að segja jafnaðarmannablaðið The Economist er sammála því.
Friedman á heimavelli í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Facebook
Athugasemdir
Tölur frá 2011 segja að Svíþjóð skuldi 39.6% af landsframleiðslu en Danmörk 46%svo það er nú öfundsvert. Þeir virðast hafa borð fyrir báru.
Hörður (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 16:02
Danir a.m.k. þola illa að fylgjast með stjórnmálamönnum safna skuldum fyrir sína hönd. Blaðagreinar og pistlar eru fljótir að birtast hér í landi ef skuldirnar eru að aukast. Það er jákvætt, til merkis um aðhald og beitir stjórnmálamenn aga.
Í dag beinist athygli Dana mikið að HRAÐA skuldasöfnunarinnar, sem er gríðarleg og sér engan veginn fyrir endinn á, enda útgjaldaglöð ríkisstjórn sú sem nú situr. Sjá t.d.:
http://www.nationalbanken.dk/DNDK/Statsgaeld.nsf/side/Statens_gaeld!OpenDocument
Geir Ágústsson, 1.2.2013 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.