Betra er langt þing en afkastamikið

Stundum hef ég sagt að eftir því sem þingmenn eru lengur í fríi, því betra er það fyrir alla aðra. Þingmenn í fríi geta ekki hækkað skatta, safnað skuldum á herðar skattgreiðenda og fjölgað boðum og bönnum. Íslendingum líður ágætlega þótt þingmenn séu fjarri vinnustað sínum, eða kannski vegna þess.

En núna snýst staðan svolítið við. Þingmenn komast ekki í langt og verðskuldað frí nema þeir verði sammála um að slíta þingi, og það virðast þeir ekki geta orðið. Meirihlutinn vill koma allskyns vitleysu í gegn áður en þingi er slitið, og stjórnarandstaðan vill bara komast í frí og gæti því freistast til að hleypa vitleysunni í gegn bara til að geta það.

Í þetta skipti er staðan því sú að eftir því sem tekst fyrr að "semja um þinglok", þeim mun meiri vitleysu verður hleypt í gegnum þingið til að þingmenn komist allir í sumarfrí.

Betra er langt og þrúgandi sumarþing sem fyllir alla fréttatíma fram að hausti en stutt þing sem endar á samþykkt allskyns vitleysu.

Megi þingmenn sitja sem lengst og fá sem styst sumarfrí. 


mbl.is Enn ekkert samkomulag á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Var einmitt að hugsa svipað þessu með sjálfum mér.

Svo má ekki gleyma því að með einfaldri stærðfræði sér maður að þingmenn hérlendis eru um 5 sinnum fleiri en á Norðurlöndunum. Það þýðir auðvitað að mun færri kjósendur eru á bak við þingmann hér en á Norðurlöndunum en samt þurfa allir þessir þingmenn 77 aðstoðarmenn. Ráðherrar þurfa líka aðstoðarmenn einhverra hluta vegna.

Ég get ekki varist þeirri hugsun að þeir sem þurfa aðstoðarmenn til að sinna sínu starfi ráði einfaldlega ekki við það. Þetta er auðvitað ekki algild regla en þurfa lögreglumenn, læknar, kennarar, atvinnuíþróttamenn og fleiri aðstoðarmenn til að geta sinnt sínu starfi?

Svo sjáum við nú afleiðingar þess að menntakerfið hefur algerlega klikkað á því að kenna kjósendum framtíðarinnar einföldustu atriði hagfræði. "Hagfræði í hnotskurn" eftir Henry Hazelitt mætti hæglega kenna í 10. bekk, síðasta ári grunnskólans og bæta svo ofan á í framhaldsskóla. Ef kjósendur væru betur að sér myndu sennilega þeir stjórnmálamenn sem mæla með því að opinberi geiri stækki verða hlegnir í burtu.

Helgi (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband