Sukkið heldur áfram

Hið opinbera á Íslandi er alveg gríðarlega illa rekið. Núna eru liðin nálægt 4 ár frá hruni fjármálakerfisins. Það dugir því ekki lengur sem afsökun fyrir stjórnlausu fjáraustri í skuldasöfnun og opinbera óráðsíu. Einhvern tímann kemur að því að stjórnmálamenn við völd beri líka ábyrgð. Sá tími er kominn fyrir löngu.

Hið íslenska ríki gerði sig mjög háð skatttekjum af fjármálastarfsemi. Þegar þær skatttekjur hurfu hélt ríkið því áfram að eyða eins og þær skatttekjur væru enn til staðar, og rúmlega það. Sá sem hefur setið í 3,5 ár í afvötnun og ekki náð að hrista af sér fíknina er annaðhvort veikgeðja eða sjúkur og ber að víkja úr bílstjórastólnum. 

Dæmi um hinn sýkta hugsunarhátt fíkilsins kemur fram í þessari frétt en þar segir meðal annars:

[E]ftir nokkra krísufundi, þar sem listamenn voru m.a. fengnir til að sannfæra embættismenn, stjórnmálamenn og bankamenn um þýðingu og hlutverk hússins fyrir menningarlíf þjóðarinnar, ákváðu ríki og borg að halda framkvæmdum áfram. Var það talið hagkvæmara en að stoppa verkið og láta verktaka fara í þrot.

Skattgreiðendur voru sendir í þrot og skuldahít til að bjarga nokkrum verktökum og erlendum farandverkamönnum, sem geta fært sig til eftir verkefnastöðu á hverjum stað, frá verkefnaskorti í Reykjavík. Er ekki í lagi? 

Annað dæmi (feitletrun mín):

Árið 2010 greiddu þeir sem þurfa að borga auðlegðarskatt 1,5% skatt sem lagður er á hreinar tekjur einhleypings sem á meira en 90 milljónir. Skatturinn hefur síðan verið hækkaður og tekjumörkin lækkuð. Hann er nú 1,50% og leggst á eign einhleypings yfir 75 milljónum.

Í grein Páls segir að þessar 59 fjölskyldur hafi á árinu 2010 greitt 399 milljónum meira í skatt en þær höfðu í árstekjur. Fjölskyldurnar hafi þurft að selja eignir til að geta greitt skattinn. Í greininni segir að eignir þessara 59 fjölskyldna hafi verið 30,5 milljarðar. Á móti þessum eignum standi skuldir upp á 829 milljónir. 

Hvað getur þetta kallast annað en hrein og bein eignaupptaka? Og bótalaus í þokkabót.

Þeir sem halda áfram að styðja þessi stjórnvöld gera sér sennilega grein fyrir því að verið er að eyðileggja hið íslenska hagkerfi, verðmætasköpun í því og drifkraft, en finnst það í lagi því betra sé að allir hafi það jafnskítt en að einhverjir hafi það meira skítt en aðrir. Siðferði þeirra sem hugsa svona er ekki hátt skrifað hjá mér. En sem betur fer er bara tæpt ár í kosningar. Verri stjórnvöld er ekki hægt að fá. 


mbl.is Tekjuafkoman hagstæðari en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband