Höftin eru pólitískt stjórntæki, ekki hagstjórnartæki

Gjaldeyrishöftin eru ekki hagstjórnartæki. Þau eru höft. Höft hægja á hagkerfi. Þau draga úr verðmætasköpun, brengla verðmyndun og raska áætlunum. Höftin mætti afnema með ýmsum hætti og mjög fljótlega ef vilji stæði til þess.

Gjaldeyrishöftin eru pólitískt stjórntæki og þjóna pólitískum hagsmunum stjórnlyndra stjórnmálamanna á margan hátt:

  • Þau láta krónuna líta illa út miðað við t.d. evruna. Þetta er að skapi þeirra sem vilja innlimun Íslands inn í Evrópusambandið.
  • Þau veita fullt af stjórnlyndum einstaklingum vinnu við að skipuleggja, skipa fyrir og hafa eftirlit með öðrum. Seðlabankastjóra líður vel í þessari valdamiklu stöðu. Mörgum stjórnmálamönnum líður vel að vita af þessu mikla og öfluga agatæki ríkisvaldsins sem er hægt að nota til að flengja óprúttna einkaaðila.
  • Höftin eru höft. Þau hefta. Þau flytja ákvörðunarvald frá þeim sem skapa og afla, og til þeirra sem eru kosnir til valda og telja að það gefi þeim rétt til að ræna og rupla þá sem skapa og afla.

Pólitískur ásetningur viðheldur höftunum. Sem hagstjórnartæki gera þau illt verra. Sem pólitískt vopn gefa þau völd og vellíðan til þeirra sem þrífast á því að geta sagt öðrum fyrir verkum.


mbl.is Gengi krónunnar leitar áfram niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Höftin mætti afnema með ýmsum hætti og mjög fljótlega ef vilji stæði til þess."

Sæll Geir, geturðu komið með tillögur um hvernig best væri að afnema gjaldeyrishöftin í stað þess að vera með þessar staðhæfilausu samsæriskenningu um að Evrópusinnar í ríkisstjórninni séu að lækka gengi Íslensku krónunnar sér til pólitískra hagsbóta..??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 09:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Seðlabankinn sjálfur orðið á góðum stafla afnámsáætlana og afnámsyfirlýsinga sem hafa lent ofan í skúffu. En ég skal finna meira.

Geir Ágústsson, 1.3.2012 kl. 18:23

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Helgi, ein leið væri að heimila útflutningsfyrirtækjum að skipta hluta gjaldeyristekna sinna í aflandskrónur.  Það myndi hvetja til meiri útflutnings og þar af leiðandi myndi það ekki vera eins verðbólguhvetjandi.  Þegar gengið á aflandsmarkaði og álandsmarkaði er það sama þá væri hægt að afnema höftin.

Útfærsla og framkvæmd þessara hafta er svo galin að það hálfa væri nóg.

Lúðvík Júlíusson, 2.3.2012 kl. 08:18

4 identicon

Sæll.

Langaði bara, Geir, að vekja athygli þína á tölum um þá brjáluðu peningprentun sem í gangi er:

http://research.stlouisfed.org/fred2/graph/fredgraph.png?graph_id=13008

Hér eru ágætis grein um sama vandamál í ESB ævintýralandinu þó ekki séu upplýsingarnar eins skýrar og að ofan:

http://www.marketoracle.co.uk/Article32265.html

Þú vissir þetta sjálfsagt, eins og ég, en gaman er að sjá tölur um þetta, ekki satt?

Helgi (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband