Landið komið í var, betri tíð í vændum eða landið að rísa?

Steingrímur J. Sigfússon, jarðfræðingur, er heldur betur búinn að nota mörg orð um "ástandið" á Íslandi í dag. Núna er Ísland "komið í var". Á öðrum stað talar Steingrímur um að það sé "betri tíð í vændum", en það var að vísu fyrir rúmum 20 dögum síðan og hagtölur hafa sennilega versnað síðan. Í ágúst 2010 skrifaði Steingrímur mörg orð undir yfirskriftinni "Landið tekur að rísa", en hann hefur líklega áttað sig á því síðan að svo er alls ekki.

Svo eftir því sem við nálgumst kosningar (sem verða í seinasta lagi vorið 2013), þeim mun varkárari verða yfirlýsingar Steingríms.

Ætli þær muni á endanum nálgast sannleikann? Ætli Steingrímur muni nokkurn tímann játa að hann tók við slæmu búi og gerði miklu, miklu, miklu verra? Því sannleikurinn er sá, og þetta ættu meira að segja menntaðir jarðfræðingar að sjá, að ástandið á Íslandi hefur aldrei verið verra seinustu áratugi, og fer versnandi. Já, versnandi. Ísland er ekki "komið í var", hin meinta "betri tíð" var aldrei í vændum, og landið er ekki byrjað að rísa. 

Annaðhvort er Steingrímur J. að vísvitandi ljúga til að verja pólitískan og gjaldþrota sósíalismann sinn, eða hann veit ekki betur. Ég held að það sé sittlítið af hvoru.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Steingrímur talaði um að hagvöxtur væri hér vorið 2010 ef ég man rétt en nokkrum dögum síðar komu tölur frá Hagstofunni sem sýndu fram á samdrátt. Þá hélt ég að hreinsað yrði til á Hagstofunni.

Ég hef í nokkur skipti spurt í athugasemdum á ymsum bloggum hvort Steingrímur ljúgi vísvitandi eða viti ekki betur. Mér finnst merkilegt að blaðasnáparnir skuli ekki hafa velt manninum upp úr þessum hagvaxtarummælum. Það er fáheyrt að fjármálaráðherra komist upp með svona þvaður eins og hann hefur komist upp með og að engir eftirmálar verði af svona þvaðri.

Steingrímur blessaður veit nákvæmlega ekkert um efnahagsmál eins og öll flokkssystkini hans og obbi þingmanna.

Ég veit ekki hvort er verra að ráðherra ljúgi vísvitandi eða viti ekki betur um efnahgsmál?

Helgi (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband