Miðvikudagur, 1. febrúar 2012
Göngin af áætlun og út af borði ríkisins
Vaðlaheiðargöng "borga sig" auðvitað ekki. Fjármögnun þeirra mun fara fram með skattheimtu núna, skattheimtu í framtíðinni (lántöku ríkisins) eða ríkisábyrgð á lánum einkaaðila. Allt þetta felur í sér tilfærslu á fé úr vösum skattgreiðenda eða slagsmál um takmarkað lánsfé þannig að vextir sem standa skattgreiðendum til boða hækka.
Ríkisvaldið á því að gera sér fulla grein fyrir því að hvernig sem aðkoma þess að þessari holu í jörðinni verður, þá veldur það rýrnun eða skerðingu tækifæra fyrir landsmenn alla á einn eða annan hátt.
En auðvitað er "fræðilegur möguleiki" á að bora þarna gat í jörðina án þess að höggva skarð í lífskjör allra landsmanna. Hann er sá að einkaaðili vegi og megi kosti ganganna sem viðskiptaáætlunar þyngra en aðra möguleika til viðskipta. Hann slær lán til að framkvæma (vitaskuld í samkeppni við aðra einkaaðila, án ríkisábyrgðar, og þarf þá væntanlega að láta viðskiptaáætlunina ganga upp á hærri vöxtum en sá sem getur blóðmjólkað skattgreiðendur um lífskjör). Hann borar gat. Hann setur upp hlið og rukkar fyrir aðganginn að göngunum.
Ef menn vilja holu í jörðina sem sviptir engan hluta af lífsgæðum sínum þá er þetta eina færa leiðin.
Vilja Vaðlaheiðargöng á áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.