Böðull atvinnulífsins setur Framadaga

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, setti Framadaga háskólanna í morgun í Háskólanum í Reykjavík. Alls taka 35 fyrirtæki þátt í Framadögum í ár og hafa aldrei verið fleiri.

 

Ég veit að það þykir rosalega fínt og flott að láta ráðherra vígja, setja eða opna viðburði, en fyrr má nú vera að fá böðul atvinnulífsins til að setja viðburð sem snýst um að laða ungt fólk til starfa! Mörg fyrirtækjanna sem kynna sig á Framadögum hafa þurft að sæta mikilli blóðtöku vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Ætli útsendarar þeirra klappi af annarri ástæðu en til að forðast illt augnarráð frá ráðherra atvinnuleysis og efnahagssamdráttar?

Og jú, það er metfjöldi fyrirtækja á Framadögum í ár. Mörg þeirra eru líka ríkisfyrirtæki, beint eða óbeint. Svona lítur listinn út (þau ríki sem ég tel til ríkisfyrirtækja eða leppríkja ríkisins eru feitletruð af mér):

 

3X TechnologyActavisAdvaniaAIESECArionbanki
BetwareCapacentCCPEflaHagvangur
Háskóli ÍslandsHáskólinn í ReykjavíkIcepharmaIIIMÍslandsbanki
KILROYKPMGLandsbankinnLandsnetLandsvirkjun
LS RetailMannvitMarelMatísNova
NýsköpunarmistöðinORF líftækniOrkuveitanPwCReiknistofa Bankanna
RíkiðVerkísWorld ClassÖlgerðinÖssur
Bandalag háskólamanna


Ekki sérstaklega "impressive" listi þegar allt kemur til alls. Hvar eru útgerðarfyrirtækin? Hvar eru stóru framleiðslufyrirtækin? Þarna eru allir bankarnir, en hvaða tækifæri standa til boða þar? Þarna eru margar verkfræðistofur, en hvar eru umsvif þeirra að vaxa þessi misserin? Ekki er það á Íslandi, svo mikið er víst. Og vantar World Class líkamsræktarþjálfara með háskólamenntun? Spennandi. Þarna eru líka mörg innflutningsfyrirtæki (t.d. Icepharma), ætli þeim líði vel í því umhverfi sem þau þurfa að starfa í?

Ég sé Össur og Marel og Actavis, Ölgerðina, CCP (sem að vísu er alltaf að lofa því að flýja land), ORF og fleiri fyrirtæki sem eru að skapa verðmæti og geta boðið upp á spennandi störf, en mér sýnist listinn þar með vera upptalinn (tek það samt fram að ég þekki ekki til allra þessara fyrirtækja, og er því sennilega að gleyma einhverjum góðum).

Framadagar í ár einkennast af tvennu:

  • Ríkið fyllir helming gólfplássins.
  • Vantar þig tækifæri? Flyttu til útlanda eftir námið.

mbl.is Aldrei fleiri á Framadögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband