Einkunnir enn alltof háar

Hver ætli skilningur flesta sé á orðinu "lánshæfiseinkunn"? Minn skilningur er sá, að einkunnin eigi að endurspegla greiðslugetu skuldarans, og getu hans til að bæta á sig meiri skuldum. Hæsta lánshæfismatið á þá að vera sá sem skuldar lítið eða ekkert og getur auðveldlega bætt á sig skuldum, eða sá sem skuldar mikið en ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að greiða þær skuldir til baka, að því gefnu að þær aukist ekki.

Sé "lánshæfiseinkunn" skilin á þennan hátt er ljóst að alltof mörg ríki eru með alltof háa einkunn. Bandaríkin eru með hæstu einkunn eða munu aldrei geta greitt skuldir sínar til baka. Til þess þarf einfaldlega annað hugarfar hjá stjórnmálamönnunum. Hið sama á við um flest evruríkin. Pólitískt andrúmsloft í þeim meinar stjórnmálamönnum að minnka hallareksturinn. Getur einhver ímyndað sér að honum megi eyða og snúa í afgang og niðurgreiðslu skulda?

Björgunaraðgerðir af ýmsu tagi eru veruleikaflótti. Þær fresta óumflýjanlegu gjaldþroti mjög margra ríkja og gefa stjórnmálamönnum tíma til að safna meiri skuldum og ýta vandanum á undan sér. Skiljanlegt hugarfar auðvitað í lýðræðisríkjum þar sem kjörnir fulltrúar vita að aðrir þurfa að taka við óráðsíu þeirra.


mbl.is Rehn gagnrýnir lánshæfislækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lánshæfis mat er líkur að skuldari geti borgað skuld sem er sett á hann. Ekki er erfitt að reikna þetta þegar það kemur að einstaklingum og fyrirtækjum sem eru ekki bankar(það er pínu öðruvísi reikniformúla fyrir banka), en þetta flækist mjög þegar við erum að tala um banka og ríkistjórnir. Ríkistjórnir fá alltaf hátt mat þar sem þær hafa vald til að taka eignir af almenningi með valdi. Þannig getur ríkistjórn sem í sjálfum sér á engar eignir og eyðir eins og enginn sé morgundagurinn samt fengið háa lánshæfis einkunn svo framalega sem almenningur í landinu á eitthverjar eignir það er jú eina takmörkunin hversu mikið ríki getur tekið af þegnunum.

Stefnir Húni (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 17:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Góður punktur.

Lánshæfismat ríkja er sem sagt: Mat á það hversu auðvelt er fyrir stjórnmálamenn að bora ennþá dýpra ofan í vasa einstaklinga og einkaaðila, eða hversu auðvelt er fyrir þá að prenta kaupmátt gjaldmiðils ríkisins niður í ekki neitt án pólitískrar uppreisnar. 

Geir Ágústsson, 14.1.2012 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband