Ögmundur vill ganga miklu lengra

Hérna segir:

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að hann vilji skoða það, að setja skorður við öllum fjárfestingum útlendinga hér á landi, líka þeim sem búa innan hins evrópska efnahagssvæðis.

Það var einmitt það! Og er þetta óvænt stefna? Kannski. En menn sjá þá núna að í ríkisstjórn Íslands eru ekki bara sósíalistar, heldur eru þeir líka þjóðernissósíalistar.

Nú geta menn auðvitað verið ósáttir við aðild Íslands að EES. Ég er í hópi efasemdarmanna. En hvernig væri þá að menn töluðu hreint út í stað þess að vefja skoðunum sínum inn í eitthvað tal um löggjöf?

Menn geta viljað Ísland úr EES af tvennum ástæðum - ég er í fyrrnefnda hópnum og Ögmundur í þeim síðarnefnda:

  • Ísland er of lokað innan lagaramma EES. EES herðir að möguleikum Íslands. EES þvingar mikið af kjánalegum og jafnvel hættulegum lögum ESB upp á Ísland, t.d. regluverkið í kringum fjármálafyrirtæki.
  • Ísland er of opið innan lagaramma EES. Úrsögn úr EES gæti gefið yfirvöldum miklu frjálsari hendur við að mismuna eftir stjórnmálaskoðunum og herða að verslun og viðskiptum í landinu og við útlönd.

Sósíalískur múr finnst þegar í kringum Ísland. Hann hefur um 530 daga í mesta lagi til að stækka og styrkjast. Þá koma kosningar og Íslendingar munu kjósa Samfylkinguna út í hafsauga og Vinstri-græna kyrfilega ofan í gröf stjórnarandstöðu. Vonandi verður til einhver almennilega stjórnarandstaða á þessum 530 dögum.


mbl.is Kinnhestur frá Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað á hann við með orðalaginu " að setja skorður við öllum fjárfestingum útlendinga hér á landi"? Meinar hann að loka eigi landinu fyrir erlenda fjárfesta. Marel, Össur og fleiri fyrirtæki eru í eigu útlendinga, sem betur fer, annars væru þau örugglega komin á hausinn. Kínverjar eiga stóra eignarhluta í útgerðum hér, hef ég lesið einhverstaðar. Útlendingar hafa keypt bújarðir og reka hrossarækt, kanínurækt með meiru hér á landi og er það vel. Útlendingar hafa keypt íbúðir í tugum út um allt land. Hvað meinar Ögmundur með þessu orðalagi? Til hvers án....... er verið að sækja um aðild að ESB?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 21:59

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bjarni Ben tekur undir samsæriskenningarnar að Kínverjinn hafi óhreint mjöl í pokahorninu og svo finnst mér ótrúlega margir hægrimenn vera á þeirri línu. Óskiljanlegt.

Mér finnst rödd stjórnarandstöðunnar full hjáróma, miðað við hversu hörmuleg og skaðleg þessi helferðarstjórn er.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2011 kl. 03:50

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Draumur Ögmundar er að loka landinu.

En ég má skjóta inní að lög um fjármálafyrirtæki voru mjög vanþróuð og miklu hættulegri áður en við tókum upp regluverk í gegnum EES.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.11.2011 kl. 10:42

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sleggja, hvað finnst þér "þróað" við regluverk EES/ESB?

Geir Ágústsson, 26.11.2011 kl. 12:58

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þróað er gagnstætt við frumstætt.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2002161.html

Þetta er flestallt tilkipanir frá EES.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.11.2011 kl. 14:12

6 identicon

@Sleggjan og Hvellurinn:

Þú átt þá sjálfsagt m.a. við hve þróað þetta regluverk er í sambandi við fjármálastarfsemi. ESB gat ekki farið að eigin reglum í sambandi við Icesave. Þú veist auðvitað að mjög erfitt er að koma banka á kopp í Evrópu sem þýðir auðvitað að þeir sem fyrir eru á fleti þurfa ekkert að koma vel fram við viðskiptavini. Þetta kemur sér auðvitað alveg svakalega vel fyrir viðskiptavini. Ef ég er ekki sáttur með minn banka get ég valið úr öðrum álíka glötuðum hérlendis þökk sé regluverki ESB :-)  

Annars er ágætt að þú hafir í huga að þetta þróaða regluverk ESB/EES hefur ekki komið í veg fyrir bankakreppu og endalaus vandræði í Evrópu. Seðlabanki Evrópu er með marga banka í öndunarvél þrátt fyrir þetta þróaða regluverk sem þú talar um.

Helgi (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 21:35

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ertu með einhver betri regluevrk??

kannski í norður kóreu. þar er engin bankakreppa

Sleggjan og Hvellurinn, 27.11.2011 kl. 17:28

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Fyrir tíma ríkisafskipta af skuldbindingum banka voru engar bankakreppur. Bara einstaka gjaldþrot einstaka banka eins og annarra fyrirtækja.

Geir Ágústsson, 27.11.2011 kl. 18:05

9 identicon

@Sleggjan og Hvellurinn:

Já, ég hef ákveðnar hugmyndir um hvað hægt væri að gera. Lausnin er raunar til. Það er ekki bara bankakreppa í N-Kóreu heldur allsherjar kreppa.

Hvernig væri annars fyrir þig að svara spurningum sem að þér er beint með öðru en spurningu?

Helgi (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband