Már Guðmundsson árið 1990 vs. árið 2011

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og kommúnisti, skrifaði grein árið 1990 (sem er hægt að lesa hérna) þar sem hann lofar vinstristjórnir frá árunum 1988 fyrir að hafa hækkað alla skatta en á sama tíma keyrt ríkissjóð á bullandi skuldsetningu. Már segir í grein sinni að "[án]n þeirra [aðgerða] eru litlar líkur til að tekist hefði að lækka raungengi án verðbólgusprengingar á árinu 1989 og raunvextir hefðu ekki lækkað eins mikið og raun varð á. Stefnan í ríkisfjármálum hafði þann tilgang að draga úr innlendri eftirspurn með auknum sköttum og minni hallarekstri ríkissjóðs. Þetta tókst."

Já, þetta tókst mjög vel. Ísland var fast í neti skatta og hafta og fjármálaráðherra var kallaður Skattman í áramótaskaupinu. 

Vinstrimönnum var skolað frá völdum ári seinna og Davíð Oddsson hóf tiltekt sem tók um áratug og bætti lífskjör á Íslandi um heilan helling þótt menn hafi ýmsar frumlegar söguskýringar í því sem gerðist árið 2008 þegar Davíð var kominn í einn af þremur stólum seðlabankastjóra. 

Már Guðmundsson gæti hugsanlega hafa lært eitthvað á þeim árum sem liðin eru síðan hann lofaði afrek Skattman og félaga. Kannski hefur hann séð að það er hægt að bæta lífskjör almennings og reka ríkissjóð með afgangi í umhverfi lækkandi skattprósenta og aukins viðskiptafrelsis.

En líklega er Már ennþá sami kommúnistinn og hann var árið 1990 og sér ekkert athugavert við að ríkisstjórnin drepi allt með gjaldeyrishöftum, skattahækkunum og pólitískum afskiptum af öllu sem gæti hugsanlega verið til góðs á Íslandi.


mbl.is Verðbólgan 5,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú skoðar þjóðhagstölur frá tímanum fyrir vinstristjórnina og eftir hana, þá stóð vinstristjórnin sig mjög vel í því að koma á stöðugleika.

Hún var upphafið af þeim stöðugleika sem síðar varð.

Stefán (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er kannski hugsanlegt að Steingrímur Hermannsson hafi staðið sig betur en Þorsteinn Pálsson á undan honum. Það kæmi mér ekki einu sinni á óvart. En meintur stöðugleiki var stöðugleiki grjótsins á hafsbotni. Skuldir ríkissjóðs hrönnuðust upp með þrálátum hallarekstri. Skattahækkanir dundu yfir eins og holskefla, ár eftir ár. Meintur stöðugleikasáttmáli var bara sáttmáli um að launþegar tækju á sig rýrnun á kaupmætti krónunnar til að styrkja útflutningsfyrirtæki.

Sem betur fer var þessari vinstristjórn komið frá.

Geir Ágústsson, 25.11.2011 kl. 21:18

3 identicon

Hefur þú skoðað þjóðhagstölur frá þessum tíma? Þá sérðu að stöðugleikinn hófst með vinstristjórninni.

Það sést svart á hvítu. Rökræður breyta því ekki.

Stefán (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 21:56

4 Smámynd: Geir Ágústsson

"Þessi leið [sem vinstristjórnin fór á sínum tíma] krafðist hins vegar tímabundinni millifærslna til útflutningsatvinnuveganna.." segir Már, þáverandi efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra/Skattman, og þetta segja líka hagtölurnar: Rýrnun íslensku krónunnar var látin koma fram í minnkandi kaupmætti "stöðugra" launa almennra launþegar.

En já, það tókst að koma böndum á ýmislegt, ég dreg það enn og aftur og ítrekað ekkert í efa sem þú segir Stefán þegar ég legg sama skilning og flestir hagfræðingar í orðið "stöðugleiki".

Geir Ágústsson, 26.11.2011 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband