Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Rangt reiknað
Vöxt landsframleiðslu megi rekja til aukinnar einkaneyslu og fjárfestingar.
Hagfræðingar með "hefðbundna" þjálfun og menntun hafa aldrei geta útskýrt almennilega hvernig "einkaneysla" leiðir til "hagvaxtar". Raunin er sú að neysla leiðir ekki til bættrar heilsu hagkerfis. Þess vegna er ekkert að marka "mælingar" hagfræðinga sem styðjast við tölur um "einkaneyslu". Um þetta geta menn lesið hérna, meðal annarrs staða, en þar segir (í mikilli kaldhæðni):
To increase social income and thereby cure depression and unemployment, it is only necessary for the government to print a certain number of dollars and give them to the reader of these lines. The readers spending will prime the pump of a 100,000-fold increase in the national income.
Hagstofa Íslands er að gera nákvæmlega þetta: Telja peninga í umferð (sem meðal annars eru teknir að láni frá löndum þar sem er nýbúið að prenta þá).
Þeir sem í alvöru telja að hið íslenska hagkerfi sé á leið inn í hagvaxtarskeið** - á næsta ári! - mega gjarnan gefa sig fram með því að senda mér línu með upplýsingum um nafn og heimilisfang. Netfangið er: geirag@gmail.com. Að launum ætla ég að senda viðkomandi stuttan og auðskiljanlegan texta um grunnatriði hagfræðinnar, á íslensku, heim að dyrum, á minn kostnað*.
* Ég neyðist víst til að hafa örlítinn fyrirvara á þessu því heimilisbókhaldið mitt ræður ekki við óendanlegar póstsendingar. En upp að einhverju marki skal ég gera allt sem ég get til að standa við þetta tilboð.
** Ég þarf víst að skýra það betur að með "hagvaxtarskeiði" hérna meina ég: Skeið bættrar heilsu efnahagsins. Menn tala yfirleitt um "hagvöxt" á þeim röngu forsendum að aukin eyðsla þýði betri heilsa hagkerfis. Ríkisstjórninni tekst alveg örugglega að safna meiri skuldum og hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að auka skuldir sínar og koma þannig af stað "hagvexti" í skilningi hagtalna. Það er alveg raunhæft að trúa því að þess konar "hagvöxtur" verði á næsta ári. Þeir sem trúa á raunverulega bætta heilsu hagkerfisins á næsta ári eru beðnir um að senda mér póst.
Spáir 2,4% hagvexti á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Facebook
Athugasemdir
Það er nú bara þannig Geir, að það þarf fimm háskólagráða sérfræðing sem hefur verið hvítskrúbbaður á milli eyrnanna til að trúa vitleysunni um einkaneyslu hagvöxtinn. Það dygði þá eifaldlega að hækka mjólkina og herða á verðtryggingunni til að setja góðæri á stað.
Magnús Sigurðsson, 24.11.2011 kl. 15:43
Segðu!
Geir Ágústsson, 25.11.2011 kl. 07:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.