Hagfræði helvítis: Eyddu meira og meira

Sú hagfræði sem flestir "aðhyllast" og er hvað mest þulin upp fyrir almenningi og ráðamönnum er sú sem segir að skuldir séu betri en sparnaður, kreditkort betri en inneign á debetkortinu, óráðsía betri en aðhald og ráðdeild.

Þessi hagfræði hefur steypt hagkerfum flestra ríkja í gjaldþrot eða allt að því. 

Hvenær ætla menn að læra?


mbl.is Ósamið um fjárlög ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Er þetta ekki einmitt kjarni málsins? Hagvöxtur undanfarinn áratugi hefur verið drifinn áfram af skuldasöfnun og peningaprentun - en ekki raunverulegri verðmætasköpun.

Sumarliði Einar Daðason, 13.11.2011 kl. 11:43

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það verður þegar þú kemur heim Geir, þá fáum við frelsi

til handfæraveiða, það leysir byggða, fátæktar, mannréttinda og

atvinnuvanda gjaldþrota þjóðar.

Aðalsteinn Agnarsson, 13.11.2011 kl. 13:21

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sumarliði,

Þetta á við um mörg ríki en ekki öll held ég. Á tvímælalaust við um þau ríki þar sem framleiðslan er farin og "þjónusta" og "neysla" talin skipta meira máli en að skapa verðmæti. Ég held að Kína og fleiri ríki séu að hluta til að skapa meiri verðmæti, og að sumu leyti að prenta peninga. 

Aðalsteinn,

Ekki veit ég hvernig algjör uppstokkun á mest verðmætaskapandi hluta hins íslenska hagkerfis á eftir að fara með hann. Margir vilja þar stórkostlega þjóðnýtingu og "endurúthlutun", en aðrir, t.d. ég, ekki.

Geir Ágústsson, 13.11.2011 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband