Predikað úr fílabeinsturninum

Er ég einn um að sjá gríðarlega kaldhæðni í því að menn haldi ræðu í Hörpu um hörmulega hagstjórn ríkisins?

Harpan er tákn bólunnar og hrunsins á Íslandi. Smíði hennar hélt áfram þótt allir sjóðir væru tómir og ekkert fé til staðar til að reka sjúkrahús og skóla. Hús elítunnar, sem lifir á seinustu blóðdropum íslenskra skattgreiðenda.

Núna predikar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins úr ræðustól í Hörpu. Maðurinn er sjálfur tákngervingur þess sem er að á Íslandi. Hann studdi Icesave og styður áframhaldandi aðlögun Íslands að ESB, með tilheyrandi kostnaði sem þarf að fjármagna með skattheimtu. 

Á Íslandi gildir regluverk Evrópusbandsins í öllum meginatriðum, t.d. hvað varðar starfsemi fjármálafyrirtækja. Í Brussel eru menn núna að breyta lögum þannig að ríkissjóðir verði gerðir ábyrgir fyrir innistæðum hjá bönkum (ólíkt því sem nú gildir). Varla verður það til að bæta ástandið þótt það dugi kannski tímabundið til að viðhalda fölsku trausti á núverandi kerfi peninga (ríkiseinokun á peningaútgáfu í höndum ríkisreksins seðlabanka, eins og Marx stakk upp á á sínum tíma). 

Svo hversu mikið mark er hægt að taka á manni sem vill Ísland í ESB, Icesave á herðar íslenskra skattgreiðenda og aðhald í opinberum rekstri þegar það er sjálf Harpan sem hýsir atburðinn þar sem ræða mannsins er haldin?

Varla mikið.

En hann er samt að segja mjög skynsamlega hluti. Það má hann eiga.


mbl.is Getum komist út úr kreppu á þremur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta einstaklega skynsamleg nálgun. Miklu skynsamlegra að draga ályktanir af umhverfi og aðstæðum frekar en að hlusta á það sem maðurinn segir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.11.2011 kl. 11:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já það er eins og Evruvíman sé að renna af honum. Það er kannski að renna upp fyrir honum ljós, enda varla annað hægt.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband