Danmörk: Vont að versna

Í þessari grein segir frá því vonda ástandi sem Danir eru í. Danir eru í niðursveiflu og það sem verra er, voru að kjósa yfir sig vinstrimenn. Það má því kannski segja að Danir séu í svipaðri stöðu og Íslendingar í byrjun árs 2009. Leiðin liggur því niður á við fyrir þá næstu misserin.

Í Danmörku er eitt og annað ólíkt því sem Íslendinga eiga að venjast (fyrir utan áfengisauglýsingarnar og möguleikanum á því að skreppa á barinn á aðfangadagskvöldi).  Hérna er velferðarkerfið svo þétt, að menn festast auðveldlega í því. Möguleikarnir til að skuldsetja sig og lifa umfram efni eru margir, og möguleikarnir til að velta sökina og byrðina yfir á aðra sömuleiðis. 

Ef þú niðurgreiðir fátækt og óráðsíu, þá skaltu eiga von á því að fá meira af hvoru tveggja.

Það sem heldur lífi í danska hagkerfinu er ekki hið opinbera, heldur sá litli og minnkandi hluti Dana sem nennir að mennta sig í einhverju nothæfu og vinna við verðmætaskapandi störf þrátt fyrir auðvelt aðgengi að ölmusa og námi í einhverju sem skilar engum neinu. Að auki er nokkuð auðvelt að komast í ýmsan varning og ýmsa þjónustu á hinum "svarta markaði" og spara þannig ríkinu nokkrar skattkrónur sem það mundi hvort eð er bara nota til að taka veð í og skuldsetja skattgreiðendur.

Sjálfur fór ég t.d. í klippingu hérna í Danmörku um daginn fyrir 100 danskar krónur, sem er um fjórðungur af því sem "lögleg" klipping kostar. Kosovo-albaninn sem klippti mig kvartaði sennilega ekki yfir því, enda með börn á heimilinu til að brauðfæða. 

Á Íslandi þarf sennilega að ganga langt í átt að því að leggja niður allt velferðarkerfið til að grafa hagkerfið úr þeirri holu sem menn hafa grafið seinustu 10 ár eða svo, og sérstaklega seinustu 2-3 árin. Ástandið í Danmörku er kannski ekki orðið svo slæmt ennþá, en stefnir í það, hratt.

[Uppfært 7. nóv. 2011:] Ég bið lesendur afsökunar á framlagi Jóns nokkurs í athugasemdum við þessa færslu. Vonandi slá þær ekki neinn út af laginu. Ég held þeim inni sem minnisvarða um umræðuna eins og hún þróast oft á netinu þegar menn þurfa ekki að horfa framan í aðra. 


mbl.is Fátækum Dönum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það að að vísa í rugludallin Gunnar Rögnvalds (sem getur ekki einu sinni haft heimildir sínar réttar) gjaldfellir það sem þú segir niður í ræsi. Þú nærð því ekki einu sinni að lenda í ruslinu. Þetta er nefnilega mörgum stigum fyrir neðan það.

Lexían er sú að Gunnar Rögnvaldsson er ómarktækur bullari í öllu sem hann kemur nálægt og hefur alltaf verið það.

Jón Frímann Jónsson, 5.11.2011 kl. 08:46

2 identicon

Það er undarleg röksemdarfærsla hjá Jóni Frímanni að þessi greinarstúfur lendi í ruslflokki af því að annar maður skrifar eitthvað annað um aðra hluti.

Ég hef verið búsettur í Danmörku í um 10 ár og fylgst nokkuð vel með dönskum stjórnmálum. Get að mestu tekið undir það sem Geir skrifar hér og þá helst að það er einmitt ekki það sem danska þjóðin þarf núna er Gucci-Helle, svikull sósíaldemokrat sem laug sig í forsætisstólinn. Lökke var með gott program til að vinna sig hægt og bítandi út úr niðursveiflunni en nú eru danskir vinstrimenn mættir með bensínbrúsana og byrjaðir að kveikja í undirstöðunum út um allt. Við þekkjum þetta Íslendingar, sótug og sviðin af íslenskum vinstrimönnum.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 09:17

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sveinn, Það er nú bara þannig að í Danmörku þá er það kreppan sem er að koma niður á framleiðslugreinum. Þetta veistu vel þar sem þú segist hafa verið búsettur í Danmörku í tíu ár.

Það er hinsvegar alltaf sama sagan með ykkur ný-frjálshyggjumennina. Ykkur er ekki viðbjargandi uppúr þessu og hafnið öllu sem telst vera skynsamlegt.

Þetta er einfaldlega bull í Geir vegna þess að hann dregur röksemdafræslu sína frá skáldskap rugludalls sem vill ekkert með staðreyndinar hafa.

Jón Frímann Jónsson, 5.11.2011 kl. 09:23

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Frímann,

Hver er boðskapur þinn hérna nákvæmlega? Ekki kemuru með mótrök. Þú ræðst á menn en lætur málefnin alveg eiga sig.

Vinsamlegast láttu ljós þitt skína annars staðar ef þú getur ekki sýnt lágmarks kurteisi og komið með snefil af rökum fyrir máli þínu og svívirðingum. 

Geir Ágústsson, 5.11.2011 kl. 10:51

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Geir, Það er nú bara þannig að þið ný-frjálshyggjumenn getið ekki tekið mótrökum. Í hvaða formi sem þau eru.

Þó svo að kreppan sé að koma hart niður á Danmörku. Þá er efnahagskreppan að koma verr niður á Íslendingum, svo dæmi séu tekin.

Þess má einnig geta að ný-frjálshyggjumenn lögðu efnahag Íslands í rúst, og fóru ekkert vel með Danmörku heldur. Þó svo að daninn hafi ekki gengið eins langt og íslendingar í ruglinu og ný-frjálshyggjunni.

Geir, Þú vitnar í rugludall og sakar mig síðan um rökleysu. Ég sé ekki alveg hvernig það gengur upp hjá þér. Kemur mér svo sem lítið á óvart að þú skulir ekki skilja þetta. Enda skilja ný-frjálshyggjumenn fátt annað en peninga og gjaldþrot.

Jón Frímann Jónsson, 6.11.2011 kl. 06:02

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Frímann,

Vinsamlegast færðu rök fyrir máli þínu og sýndu kurteisi gagnvart mér og öðrum. Annars er hætt við að þau uppnefni sem þú notar á mig og aðra verði uppnefni sem ég og aðrir fari að nota um þig.

Þetta er önnur og seinasta tilraun mín til að höfða til mannasiða hjá þér. Ef hún ber ekki árangur verð ég að gera eitthvað annað en biðla til þín.

Annars vil ég leyfa mér að kalla mig prýðilega upplýstan um stöðu mála í Danmörku, enda hef ég búið í þessu landi í 7 ár, unnið hjá sama framleiðslu/útflutningsfyrirtækinu í 6 ár, brennt mig á fasteignamarkaðinum hérna, horft á atvinnuleysistölurnar stíga, fylgst með uppsögnum samstarfsfélaga (15% flatur niðurskurður í kjölfar hrunsins), endurráðningum sumra þeirra, og fylgst með stjórnmálamönnunum bregðast við kreppunni með því að nota öll kreditkort hins opinbera í einu, og nú á enn að bæta í þar. Ég þarf því ekki að vísa í einn né neinn, en vísa gjarnan í Gunnar enda skýr og skorinortur penni það.

Geir Ágústsson, 6.11.2011 kl. 09:22

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Geir, Það er hlægilegt að þú skulir krefja mig um kurteysi þegar ég bendi á það sem þú ert. Enda ertu að eigin sögn stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu, sem er ekkert nema klúbbur öfgafullra ný-frjálshyggjumanna á Íslandi. Sem lögðu allt í rúst.

Þú þykist vera vel upplýstur um stöðu mála. Það má vel vera. Aftur á móti er túlkun því sem á er að gerast eins röng og efnahagsstefna sjálfstæðisflokksins á Íslandi síðustu áratugina.

Ef þú ætlar að halda einhverju fram. Þá skaltu búast við því að vera rukkaður um heimildir. Annars ertu marklaus.

Gunnar er hvorki skýr eða skorinortur penni. Þessi maður er ruglaður og heldur oft fram hlutum sem hvorki standast nánari skoðun, eða eru í því efni sem hann vísar í sem heimildir. Slíkur er háttur óheiðarlegra manna eins og Gunnars.

Ég tek síðasta svar þitt sem svo að þú hafir tapað rökræðunni, og munir núna ekki gera annað núna en að snúa útúr og jafnvel banna mig frá því að setja athugasemdir hingað inn á bloggsvæði öfga-nýfrjálshyggjunar á Íslandi.

Þú hefur varla brennt þig á húsnæðismarkaðinum í Danmörku. Þar sem að þú eykur alltaf eignarhlut þinn við niðurborgun á lánum þar. Einnig sem að húsnæðislán í Danmörku eru með lága langtímavexti og eignarmyndun er mikil. Eina leiðin til þess að þú hafir brennt þig á þessu er sú að þú sért með tekur í íslenskum krónum (eða varst með, breytir engu svo sem).

Rökleysi þitt ber til marks þann raunveruleika sem ný-frjálshyggju öfgamenn telja sig vera í, og kenna síðan öllum um nema sjálfum sér þegar allt sem þeir standa fyrir hrynur eins og spilaborg.

Það er komið nóg af slíku rugli.

Jón Frímann Jónsson, 6.11.2011 kl. 14:22

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Frímann,

Er það þín hugsun að þú getir hreytt ómálefnalegu skítkasti  alla sem þú ert í ósammála í pólitík og ætlast til þess að verða mætt með kurteisi og áframhaldandi opnu boði um að láta ljós þitt skína í athugasemdakerfum?

Geir Ágústsson, 6.11.2011 kl. 19:18

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessi frétt er innlegg í umræðuna. Þeim sem leita til dönsku Mæðrastyrksnefndarinnar fjölgaði um 17% í fyrra og um 15% það sem af er þessu ári.

Haraldur Hansson, 6.11.2011 kl. 23:21

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Haraldur,

Þakka tengilinn.

Ég tek að vísu öllum tölum um hjálparbeiðni með fyrirvara. Sumum vantar hjálp og biðja ekki um hana. Sumum vantar ekki hjálp en biðja samt um hana. En sjálfsagt gildir það um flesta að biðja bara um hjálp í neyð.

Mein Dana er skortur á verðmætaskapandi Dönum, og sá skortur á rætur að rekja til rangra pólitískra ákvarðana. Þeim röngu ákvörðunum mun fjölga umtalsvert núna eftir stjórnarskiptin. 

Geir Ágústsson, 7.11.2011 kl. 08:29

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Rétt er það að tölur segja ekki alla söguna. Eins er með tölur um atvinnuleysi, en þær gefa sterka vísbendingu.

En svo maður haldi sig við Dani, sem færslan var um, þá eru þeir orðnir svo samdauna ESB-geldingunni að þeir fallast á launafrystingu sem góða lausn (frétt í dag).

Eftir áratuga fasttengingu við DM og síðan Evru virðist þá skorta kjark til að gera dönsku krónuna að danskri mynt. Hún er í raun ekkert annað en evra þýdd á dönsku.

Haraldur Hansson, 7.11.2011 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband