Belgía: Dæmi um að stundum er ekkert betra en eitthvað

Það er ákveðin kaldhæðni í því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra verstu ríkisstjórnar Íslandssögunnar sem hefur það eina markmið að halda völdum, sé á leið til fundar við starfandi forsætisráðherra Belgíu, en þar í landi hafa stjórnarmyndunarviðræður árangurslaust átt sér stað í yfir 500 daga.

Belgía er dæmi um það að stundum er ekkert betra en eitthvað - stundum er engin ríkisstjórn betri en einhver. Þökk sé "stjórnleysinu" hefur ekki tekist að skuldsetja, eyða um efni fram og hækka skatta í Belgíu. 

Um Belgíu hefur þetta verið skrifað:

A country in such political limbo is often said to be "in crisis". Yet Belgium managed the whole of its six-month presidency of the European Union last year with a caretaker government. It has set out a budget and even dispatched fighter jets to help police the no-fly zone over Libya. Local government carries on; the refuse is collected and public transport works. The financial markets, far from taking fright at this rudderless ship, continue to lend to Belgium at more favourable rates than most of the rest of the EU. Taxes have not gone up because no agreement can be made on debt restructuring. As a result, business and consumer confidence is high.

Einnig:

Belgium has found a sure-fire way to restrain public expenditure: by stopping the politicians getting their hands on the money in the first place. 

Spurningin er því bara þessi: Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að fá ráð hjá Belgum um hvernig hún getur komið ríkisstjórn sinni frá og skilið Ísland eftir "stjórnlaust" með það að markmiði að bæta stöðu landsins frá því sem nú er?

Við getum bara vonað það.


mbl.is Jóhanna fundar í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjálpi okkur allir heilagir. Jóhanna hefur ekki hugmynd um hversvegna hún ferðast á milli landa. Ísland er stjórnlaust, og fólk sveltur og flýr land, meðan Jóhanna og Össur ferðast um á saga class í boði ESB. Þau vita ekkert hvernig ástandið raunverulega er, hjá fullt af fólki á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2011 kl. 11:08

2 identicon

Ísmaðurinn (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 11:49

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þetta hef ég sagt nokkrum sinnum áður, það hefði verið betra að skella í lás á austurvelli 2009 en að hleypa Jóhönnu og össuri þar inn

Brynjar Þór Guðmundsson, 4.11.2011 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband