Ráðist á einkennin, ekki sjúkdóminn

Atvinnuleysi er eins og sjúkdómur á hagkerfinu sem má hæglega líkja við sjúkdóm á mannslíkamann. Sá sem fer ítrekað illa klæddur út í vond veður verður lasinn. Hvað á að ráðleggja slíkum manni? Að klæða sig betur, taka lýsi og halda sig innandyra.

Atvinnuleysissjúkdómurinn er afleiðing þess að laun fá ekki að lækka, starfsfólk er of dýrt (t.d. vegna opinberra og launatengdra gjalda), skattar á veltu og hagnað fyrirtækja of háir, hindranir á viðskiptum við útlönd of margar (tollar, gjaldeyrishöft), og svona má lengi telja.

Ef menn vilja lækna hagkerfið af þessum sjúkdómi þá eiga menn að ráðast á orsakir sjúkdómsins, en ekki einkenni. Menn eiga að reyna minnka atvinnuleysið með læknandi aðgerðum, en ekki bara gera sjúkdóminn bærilegri fyrir fórnarlömb hans. 

En nú vita í sjálfu sér allir að pólitískt markmið ríkisstjórnarinnar er ekki að koma fólki úr atvinnuleysi, heldur koma sem flestum á spena hins opinbera til að tryggja sér tryggja kjósendur í næstu kosningum (næsta ríkisstjórn á óhjákvæmilega eftir að herða að bótakerfinu, og þá getur vinstrið, sem þá verður í stjórnarandstöðu, kallað hana allskyns illum nöfnum).


mbl.is Togast á um lengingu bótatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband