Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Mikilvægt að ÓSÁTT ríki
Nú liggur mikið á því að stjórnarandstaðan kyndi undir eins mikla ósátt við kvótafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hægt er.
Víglínur Alþingis eru alltof dauft dregnar. Sá vægðarlausi sósíalismi sem ríkir í Stjórnaráðinu verður að lenda í eins miklum mótbyr og hægt er.
Góður vinur minn tók íslensk stjórnmál saman í einni setningu með eftirfarandi orðum (um þessa frétt: Klukkunni breytt í nótt):
Þetta er lúxusvandamál í Evrópu. Á Íslandi var klukkan færð aftur um 30 ár þegar vinstriflokkarnir tóku við.
Ég er hjartanlega sammála!
Vill sátt um kvótafrumvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu viss um að það hafi ekki verið meira en 30 ár?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 10:52
Hugsanlega miklu meira. Mælieining afturfaranna er a.m.k. "áratugir". Hversu margir nákvæmlega fer sennilega eftir því á hvað við horfum. Til dæmis hefur ekki verið komið á beinum innflutningshöftum ennþá (en þær koma á endanum ef mönnum er alvara með gjaldeyrishöftunum).
Geir Ágústsson, 3.11.2011 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.