Grein: Gjaldeyrishöftin eru pólitísk brella

Þessi grein eftir mig birtist í Morgunblaðinu í dag:

Gjaldeyrishöftin eru pólitísk brella

Samfylkingin vill hafa krónuna í höftum til að láta evruna líta þeim mun betur út. Gjaldeyrishöftin eru pólitísk brella sem er ætlað að kvelja Íslendinga til stuðnings við evruna.

Efnahagsleg rök fyrir höftunum eru ekki til staðar, nema að því leyti að ef menn vilja flótta frá efnahagslegum veruleikanum, þá eru höftin gott tæki til þess. Íslendingar þurftu að aðlaga sig að breyttum kaupmætti krónunnar árið 2001 þegar fastgengisstefnunni var sleppt. Þá tók krónan dýfu, allt innflutt hækkaði í verði, allt útflutt varð að miklu fleiri krónum en áður, og eftir tvö eða þrjú misseri hafði rykið sest.

Íslenska krónan hefði að öllu jöfnu átt að fá að taka út svipaða aðlögun eftir hrunið. En hún fékk það ekki. Það sem í upphafi var af mörgum talin vera efnahagsleg en jafnframt tímabundin nauðsyn varð að varanlegri pólitískri brellu og fullnægingarmeðali fyrir þá sem tilbiðja opinbera haftastefnu og ríkismiðstýringu.

Samfylkingarráðherrar munu halda áfram að tala krónuna niður og evruna upp á meðan fjölmiðlamenn halda áfram að reka hljóðnema upp að þeim, og þeir munu berjast hart fyrir því að haftastefnunni verði haldið áfram, sama hvað tautar og raular. Seðlabanki Íslands hefur að öllum líkindum fengið þau pólitísku fyrirmæli að viðhalda höftunum til a.m.k. ársins 2013 þegar Samfylkingin verður í seinasta lagi kosin út í hafsauga. Öllum árum er róið að því að sópa Íslandi sem lengst í átt að Brussel á meðan.

Þetta sáu margir fyrir, og þetta er að rætast. Höftin eru brella, og hafa markmið sem koma heilsu hins íslenska hagkerfis ekkert við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Varstu búinn að sjá þetta:

http://mbl.is/frettir/erlent/2011/10/12/harrisburg_er_gjaldthrota/

Kannski er tími til komin að sveitarfélög hér viðurkenni hið augljósa og hætti að skattpína íbúa sína að kröfu ábyrgðarlausra lánveitenda. Er ekki löngu tímabært að þeir lánveitendur sem lána of mikið tapi sínu fé? Hér þarf tiltekt að eiga sér stað.

Einhverra hluta vegna heyrir maður ansi lítið um skuldir ríkisins í dag, þökk sé okkar frábæru fjölmiðlum. Hvað skuldar ríkissjóður? Mig rámar þó í að hafa heyrt Lilju M. tala um það í ca. vor að í ár greiddum við 74 milljarða kr. í vexti og afborganir. Sú summa verður án efa hærri á næsta ári enda enda halli á ríkissjóði og ekki enn búið að skila þessum tilgangslausu lánum frá AGS sem áttu auðvitað bara að falsa gengið.

Helgi (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 21:57

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Þakka ábendinguna.

Fleiri og fleiri sveitarfélög eru á leið í formlegt gjaldþrot, í fjölmörgum löndum. 

Í bók sem ég hef ekki lesið (f. utan frían fyrsta kaflann) en séð höfundinn fjalla um (hér og hér) segir eftirfarandi um eitt af stærri borgum Bandaríkjanna:

 Detroit is in a class by itself. Here was the very model of subsidies, welfare programs, and regulation. And all of a sudden, it simply collapsed. Half the population has fled since 1950. One-quarter of the city’s schools are closing. The money is gone. The city’s budget deficit is approaching half a billion dollars. But home prices tell the real story. Median sales prices of homes in Detroit went from $41,000 in 1994 to $98,000 in 2003. By early 2009 the median price was $13,600. That was bottom, right? Wrong. By March 2010 it was at $7,000. In relation to the scale of the collapse, the story of Detroit went completely unreported.

Detroit er gjaldþrota í raun. Hvenær játa menn sig sigraða?

Geir Ágústsson, 17.10.2011 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband