Mánudagur, 10. október 2011
Excel-æfingar eru ekki raunveruleikinn
Starfsmenn fjármálaráðuneytisins eru undir miklum þrýstingi að finna leiðir til að fjármagna gegndarlausa eyðslu ríkisins á peningum sem eru ekki til. Oft læra menn vel undir pressu, og mér sýnist sömu starfsmenn vera búnir að læra ýmislegt í Excel og prósentureikningi.
Núna er sem sagt búið að skipta út einni prósentu fyrir aðra og lægri og þannig hefur tekist að hækka skatta, í laumi. Ráðherra skattamála hefur því hækkað skatta á lágtekjufólk. Það er hin rétta fyrirsögn.
Nú er að bíða í um eitt ár til að "árangurinn" af hinni nýju skattahækkun. Má eiga von á því að fjármálaráðherra fari aftur í fjölmiðla og skammist yfir allri svörtu atvinnustarfseminni í landinu, og fjölgi starfsmönnum skattstjóra um heilan helling? Má eiga von á því að Seðlabanki Íslands gefi bráðum út skýrslu þar sem sést að kortanotkun fari minnkandi (sérstaklega hjá hárgreiðslustofum, verkstæðum og hjá veitingastöðum) og seðlanotkun fari vaxandi?
Má svo eiga von á því að tilkynnt verði að skattkerfið "skili ekki tekjum eins og áætlanir gerðu ráð fyrir", og því þurfi að hækka skatta enn meira til að fjármagna gegndarlausa eyðslu hins opinbera?
Déjà vu, einhver?
Hækkun fjárhæðarmarka skattþrepa skilar ríkissjóði auknum tekjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.