Smygl á smjöri?

Ég bý í Danmörku og verð því greiðandi að hinum nýja skatti því ég vil hafa smjörið mitt feitt og pitsan á að vera löðrandi í osti og fitu úr safaríku kjötáleggi. 

Verslanir munu taka eitthvað af álagninu sinni á smjöri og osti og leggja á eitthvað annað, t.d. það sem er í tísku og selst vel sama hvað það kostar (t.d. lífrænt ræktað morgunkorn).

Smyglarar byrja líka að reikna núna til að athuga hvort smjör-smygl getur farið að borga sig. Ég efast samt um að svo verði, en hver veit.

Almennt er það svo viðurkennt í Danmörku að neyslustýring með skattkerfinu hefur engin áhrif, en sé engu að síður góð til að "senda skilaboð". Sem sagt, það borgar sig að öskra, þótt enginn sé að hlusta. Á endanum verða svona aukaskattar samt bara að tekjulind sem ríkið eyðir, t.d. í eitthvað allt annað en var upphaflega gert ráð fyrir. Ríkið verður háð tekjunum og heldur því í skattheimtuna, skattheimtunnar vegna.


mbl.is Danir leggja á fituskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband