Dýrt áhugamál

Á misserunum fyrir hrun var búið að spá heimsendi vegna "loftslagsbreytinga" oft og stjórnmálamenn voru mjög fúsir til að hella peninga í rannsóknir til að reyna sporna við þessum heimsendi, og í rándýrar ráðstefnur um "hlýnun jarðar" (í köldu veðri) til að tala um hinar miklu rannsóknir og heimsendaspár þeirra.

Heimsendinn lét samt bíða eftir sér og svo skall kreppan á.

Núna eru ríkissjóðir allra landa tómir, og því er peningastraumurinn í heimsendaspárnar nánast uppþornaður. Enginn einkaaðili leggur þessu áhugamáli fárra útvaldra lið, sem má teljast ótrúlegt í ljósi þess að trúarbrögð hljóta almennt mikið af frjálsum framlögum frá einstaklingum, og hið sama má segja um önnur og öllu nytsamlegri vísindi. Kannski er trúin á loftslagsheimsendann ekki nógu sterk þegar allt kemur til alls?

Þeir sem spáðu hlýnun jarðar hafa nú hætt því og tala núna almennt um "loftslagsbreytingar". Þeir sem spáðu hlýnun eða kólnun hafa nú breytt um áherslur og tala um allt mögulegt annað (t.d. súrnun sjávar og breytingar á vaxtarhraða plantna sem vitaskuld eru allar af hinu slæma).

Það er í sjálfu sér ágætt að einhverjir vísindamenn rannsaki loftslagið og það sem hefur áhrif á það, beint og/eða óbeint. Ég vona samt að heimsendatóninn sé farinn úr þessum hópi, og mér sýnist líka svo vera, enda lítið fé úr slíkum tóni að hafa nú á dögum. 


mbl.is Alþjóðleg ráðstefna í Öskju um hlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Einn af þessum "spekingum" var búinn að lýsa því yfir að jöklar í Himalaja væru að minnka og einhverjit væru alveg horfnir. Þá fór einhver að kanna málið betur og fann að jöklarnir voru allir á sínum stað. Sem sagt, þetta var allt tilbúningur.

Það væri fróðlegt að vita hvort "spekingurinn" er einn af þessum á ráðstefnunni. Ég ætla að reyna að hafa upp á nafninu á honum.

Er svo íslendskur almenningur látinn borga fyrir þessa "ráðstefnu-vitleysu" ? Ef svo er, hverjir hafa samþykkt þessa vitleysu ? Ég andmæli því harðlega að ríkissjóður sé látinn borga svo mikið sem eina einustu krónu í þetta bull. Best væri að vísa öllu þessu ráðstefnuliði úr landi.

Tryggvi Helgason, 29.8.2011 kl. 15:06

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi jöklana í Himalaja sem áttu að vera horfnir 2035...:

Anatomy of IPCC’s Mistake on Himalayan Glaciers and Year 2035

 Grein í The Times.

 Grein í The Guardian

Hindustan Times, New Delhi :
 ‘Himalayan glaciers advancing, despite global warming’      (!)

 “More than 65% of the monsoon-influenced glaciers that we observed are retreating, but heavily debris-covered glaciers with stagnant low-gradient terminus regions typically have stable fronts. Debris-covered glaciers are common in the rugged central Himalaya, but they are almost absent in subdued landscapes on the Tibetan Plateau, where retreat rates are higher. In contrast, more than 50% of observed glaciers in the westerlies-influenced Karakoram region in the northwestern Himalaya are advancing or stable.” Nature Geoscience.

 Það eru sem sagt margar hliðar á þessu máli :-)

Ágúst H Bjarnason, 29.8.2011 kl. 15:34

3 Smámynd: Einar Karl

Þeir sem spáðu hlýnun jarðar hafa nú hætt því

segir Geir.

Það er vegna þess að þeir eru hættir að tala um það sem spádóm. Spáin er einfaldlega að rætast fyrir framan augun á okkur. Það er tæplega nokkur vísindamaður í vafa um það.

Þið þurfið ekkert að líta til Himalaya, Snæfellsjökull er hérna rétt handan við gluggann.

Einar Karl, 29.8.2011 kl. 15:49

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Á einhver 1200 ára gamla mynd af Snæfellsjökli - svona til samanburðar?

Menn hafa lengi talað um að við landnám hafi íslenskir jöklar verið mun minni en nú er og að jafnvel sé að finna mannvistarleifar þar undir sem jöklar hafa hopað á síðustu öld. Fróðlegt væri að vita hvað er satt og rétt í þessum jöklamálum.

Kolbrún Hilmars, 29.8.2011 kl. 16:04

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 29.8.2011 kl. 16:36

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þakka fyrir margar áhugaverðar athugasemdir.

Varðandi það að hlýnin sé nú einfaldlega orðin að veruleika og því séu menn hættir að tala um "global warming" og byrjaðir að tala um "climate change", þá finnst mér það ekki sannfærandi. Ég held einmitt að menn hafi hætt að nota auðskiljanlegt hugtakið "global warming" og noti nú óljóst hugtakið "climage change" sé af því ekki einn einasti spádómur sé að rætast, og því betra að nota hugtak sem getur heimfærst upp á hvaða veðurbrigði sem er.

Geir Ágústsson, 29.8.2011 kl. 18:10

7 Smámynd: Einar Karl

Hlýnun er viðurkennd staðreynd, Geir!

Meira að segja Björn Lomborg er farinn að taka undir það, og gagnrýnin blöð s.s. Economist.

Það er helst að afturhaldssamir bandarískir íhaldspólitíkusar sem afneita þróunarkenningunni og öðrum viðurkenndum vísindum neiti að horfast í augu við það sem blasir við okkur!

Einar Karl, 30.8.2011 kl. 14:50

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Ég ætla ekki að deila við hitamælana. Mér finnst samt allt þetta ráðstefnuhald í kringum síbreytilegar mælingarnar vera bruðl og betur varið í að gera almennilegar veðurspár 1 viku fram í tímann.

Geir Ágústsson, 30.8.2011 kl. 14:54

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Reyndar má til einföldunar segja að allar ráðstefnur sem skattgreiðendur fjármagna séu bruðl "per definition". En það er lengra mál að útskýra.

Geir Ágústsson, 30.8.2011 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband