Pólitískur ásetningur

Af vef VG:

Brýnt er að taka upp vistvæna, græna þjóðhagsreikninga og meta verðmæti ósnortinnar náttúru.

Á mannamáli: Í stað hefðbundinna vísindarannsókna og arðsemisreikninga eiga að koma óræðnar og óskiljanlegar skýrslur sem setja stólinn fyrir dyrnar á öllum virkjunarframkvæmdum, nema í einstökum undantekningartilvikum, t.d. ...

[í] mörgum tilvikum geta smávirkjanir til staðbundinna nota verið vænlegur kostur.

 

Aðrar virkjanir og stærri og virkjanir sem knýja iðnað? Aldrei.

Allt þetta tal VG-liða um skort á rannsóknum eru yfirskyn. Það er aldrei hægt að rannsaka nóg til að mæta kröfum VG-liða. Þeim er líka alveg sama um rannsóknir. Hinn pólitíski ásetningur er að beita ríkisvaldinu til að stöðva virkjunarframkvæmdir á Íslandi, hvað sem tautar og raular hjá landeigendum, iðnfyrirtækjum og orkufyrirtækjum. Þessu þurfa menn að gera sér grein fyrir ef VG á að skiljast rétt.


mbl.is Virkjanir í Þjórsá verði fluttar í biðflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvort þú kannt þýsku.  Það er miklu meira  farið að hugsa um náttúruna og áhrif röskunar af mannavöldum á hana.

Frægt dæmi í Þýskalandi er þegar það þurfti að flytja hamsta yfir götuna svo hægt væri að byggja á ákveðinni lóð.

Ég getur þú skoðað aðeins nánar hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að byggja á landi í þýskalandi.

http://www.region-frankfurt.de/media/custom/1169_2972_1.PDF?1247107802 

Umhverfisvitund er fín og við eigum að bera virðingu fyrir náttúrunni.  Eins og er sungið :"við erum gestir og hótel okkar er jörðin";) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 11:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þar sem landeigendur hafa fengið svigrúm og friðhelgi til að sinna landi sínu á þann hátt að langtímaverðmæti þess sé sem hæst, þar er náttúran í sínu besta ásigkomulagi.

Nú er einkaeignarrétti skipt út fyrir valdboð að ofan. Það eru dýr og slæm skipti.

Geir Ágústsson, 28.8.2011 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband