Lausn: Taka peningaprentunarvaldið af ríkinu

Ég skil vel málstað þeirra sem vilja afnema verðtrygginguna. Ég skil líka málstað þeirra sem lána peninga út og vilja að kaupmáttur þeirra peninga rýrni ekki á meðan þeir eru í láni hjá öðrum.

Lausnin er í sjálfu sér einföld, og sú að tryggja að kaupmáttur hverrar einingar peninga varðveitist með tíma. Ef ég lána milljón með 3% vöxtum í 10 ár, þá vil ég geta keypt það sama fyrir milljónina eftir 10 ár og í dag, og hagnast um 3%. Þetta er einfalt.

Hvernig er kaupmáttur peninga varðveittur? Markaðurinn er fyrir löngu búinn að finna svarið við því: Binda fjölda peninga í umferð við eitthvað sem verður ekki fjöldaframleitt svo auðveldlega, er auðþekkjanlegt, stenst tímans tönn og er hægt að deila upp í margar smærri einingar án þess að summa eininganna sé verðminni en heildin óskipt.

Markaðurinn valdi góðmálma sem peninga, þá sérstaklega gull (fyrir stærri kaup) og silfur (fyrir smærri kaup). Það er erfitt að auka umferð gulls í umferð, bæði af því það er dýrt að grafa það upp og líka af því að gull er eftirsótt til annarra nota (skartgripi, raftæki).

Það kemur líka í ljós að þrátt fyrir allt fikt ríkisvaldsins við peninga seinustu 100 árin, þá er ennþá hægt að kaupa góð jakkaföt fyrir únsu af gulli, rétt eins og árið 1900.

Lausnin á verðbólgudraugnum er að taka upp notkun stöðugri peninga. Markaðslausnin er sú að nota góðmálma. Mér finnst hún vera góð.


mbl.is 24.000 vilja afnema verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband