Nýr varaforðagjaldmiðill?

... Kínverjar reyna nú að markaðssetja júan sem alþjóðlegan gjaldmiðil.

Það er hressandi að sjá rétta fréttaskýringu úr heimi alþjóðlegra fjármála.

Kínverjar eiga hrúgur af peningum. Þeir þurfa ekki að taka lán. Skuldabréfasala í kínverska gjaldmiðlinum er einfaldlega tæki sem Kínverjar nota til að koma gjaldmiðli sínum í aukna notkun.

Bandaríski dollarinn er slæm fjárfesting og hefur verið það lengi. Þetta vita Kínverjar. Bandaríkjamenn vita það í sjálfu sér líka, en þeir beita pólitískum þrýstingi á eigendur dollara um að halda þeim. Japanir fengu t.d. ekki vinsamleg viðbrögð frá Bandaríkjamönnum þegar þeir stungu upp á því að selja eitthvað af dollurum sínum til að fjármagna endurbyggingu eftir tsunami-eyðilegginguna þar í landi. 

Kínverjar lána ekki bara fyrirtækjum. Þeir kaupa evrópskar skuldir í stórum stíl, t.d. af Portúgal. Kínverjar búast sennilega við því að Þjóðverjar geri sig ábyrga fyrir þeim skuldum á endanum, og Kínverjar trúa því sennilega að Þjóðverjar geti borgað sína reikninga þótt afgangur Evrópusambandsins fari á hvínandi kúpuna.

Á meðan heimurinn er smátt og smátt að leita leiða til að losa sig við bandaríska dollarinn (sjá t.d. þessa frétt) eru Kínverjar komnir vel áleiðis.


mbl.is Tesco í skuldabréfaútboð í Hong Kong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband