Af hverju gull?

Margir furða sig á því að fjárfestingar á óvissutímum færist í auknum mæli yfir í gull. En fyrir því eru margar og góðar ástæður.

Gull er, sögulega séð, hinn eini sanni "peningur", eða milliliður í viðskiptum (t.d. þegar maður sem ræktar banana vill fá klippingu). Fyrir því eru margar góðar ástæður:

  • Það er erfitt að framleiða gull (námuvinnsla er dýr) og því erfitt að auka magn gulls í umferð, og kaupmáttur þess er því stöðugur.
  • Gull er auðþekkjanlegt, hefur hátt verð á þyngdareiningu, hægt að deila upp án þess að það missi verðmæti (ólíkt t.d. demöntum) og þolir veðrun og snertingu við vatn/súrefni án þess að litast eða rýrna.

Í byrjun 20. aldar var hægt að kaupa góð jakkaföt fyrir únsu af gulli. Nú, í byrjun 21. aldar, er enn hægt að kaupa góð jakkaföt fyrir um únsu af gulli. Það er þessi stöðugleiki sem heillar fjárfesta á tímum þar sem allir seðlabankar keyra peningaprentvélarnar á fullum afköstum, olíumarkaðurinn er sveiflukenndur (af ýmsum ástæðum, t.d. vegna óstöðugleika í kaupmætti hins bandaríska dollars), og hlutabréf hafa oftar en ekki neikvæða ávöxtun (að teknu tilliti til verðbólgu/peningaprentunar).

Menn sem spáðu því að gullúnsan færi yfir 1000 dollara á sínum tíma spá því að hún fari yfir 5000 dollara innan nokkurra ára. Aðrir hafa spáð endurkomu gullfótarins innan fárra ára. Þeir sem eiga auð og hafa tækifæri til, þeir ættu að kaupa gull, og "geyma" þannig kaupmátt auðs síns.


mbl.is Olíuverð lækkar en gull setur met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband