Landbúnaðarstyrkir (og annað) úr tómum ríkissjóði

Ég var að henda inn örlítilli hugleiðingu á blogg Frjálshyggjufélagsins sem vekur vonandi einhvern til umhugsunar.

Þegar kemur að tillögum til að vinda ofan af ríkisvaldinu þá er úr nægu að moða úr reynslubrunnum annarra ríkja. Heilu afkimar ríkisrekstursins á Íslandi (sem og alls staðar annars staðar) þurfa að víkja, og sem betur fer er nóg til af innblæstri t.d. frá hinum Norðurlöndunum.

  • Í Svíþjóð aðskilja menn í auknum mæli rekstur og fjármögnun heilbrigðiskerfisins (t.d. í Stokkhólmi), og leyfa sjúkrahúsum að "keppa" um sjúklinga á forsendum gæða og verðlags.
  • Í Danmörku eru líka til einkasjúkrahús sem létta á álaginu af þeim ríkisreknu, t.d. með allskyns mjaðmaaðgerðir og endurhæfingu og jafnvel krabbameinsmeðhöndlun. Margir Danir kaupa sér heilbrigðistryggingu til að komast inn á þessi sjúkrahús og sleppa við (bókstaflega) lífshættulegar biðraðir í hinu opinbera kerfi.
  • Í Danmörku eru atvinnuleysistryggingar líka einkamál hvers og eins, ella er einver örlítil dúsa í boði fyrir þá sem missa vinnuna án atvinnuleysistrygginga.
  • Í Noregi eru menn nú komnir í stöðu "skattaparadísar" fyrir olíuvinnsluiðnaðinn í Norðursjó, eftir að Bretar hækkuðu skatta á olíuvinnslu í sínu landgrunni. Fjárfesting streymir nú frá breska hluta Norðursjávarins og yfir í þann norska. Hvern hefði grunað að Norðmenn, af öllum, yrðu "Sviss norðusins" í olíugeiranum?
  • Í Danmörku er bönkum yfirleitt leyft að fara á hausinn. Þeim sem er "bjargað" er bjargað með mjög skilyrtum ríkislánum sem stöðugir bankar afþakka pent

Við þurfum ekki endilega að apa bara allt þetta slæma upp eftir "frændum okkar" á Norðurlöndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég set stórt spurningarmerki við einkasjúkrahús og sérstakar "sjúkratryggingar".   Allir einstaklingar í samfélaginu eiga að hafa rétt á sömu læknisaðstoð.  Það eru peningar í boði og í Þýskalandi hefur það sýnt sig að kostnaður eykst jafnt og þétt alveg eins og á Íslandi.  Það er rosalegur lobbýismi á þessu sviði sem virðist vera erfitt að ráða við.

Annað með atvinnuleysisbæturnar í Danmörku, hvernig eru þær útfærðar?  Er það þá ekki þannig að þeir sem ekki hafa greitt í atvinutrygginsjóð fara þá beint inn í félagslegakerfið?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 13:12

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þeir sem hafa ekki greitt í "A-kassa" í Danmörku og verða atvinnulausir geta sótt um svokallaða "kontanthjælp" (reiðuféhjálp) sem er ekki upp á marga fiska.

Samkeppni og sérhæfing meðal A-kassanna í Danmörku er mikil. Minn kassi er t.d. ekki fyrir alla, og með því að taka bara inn fólk sem tölfræðilega er ólíklegt til að verða atvinnulaust er hægt að halda iðgjöldum mjög lágum.

Geir Ágústsson, 7.8.2011 kl. 06:41

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég fagna spurningamerkjum við ýmislegt einka- og opinbert því þau vekja til umræðu. Mér finnst samt óþarfi að gera "spurningamerkin" að lögbanni við rekstri, eins og oft verður raunin. Nú eða óbeinu lögbanni þar sem fólki er bannað með lögum að segja sig frá hinu opinbera kerfi og prófa eitthvað annað (dýrara eða ódýrara).

Geir Ágústsson, 7.8.2011 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband