Föstudagur, 5. ágúst 2011
Landbúnađarstyrkir (og annađ) úr tómum ríkissjóđi
Ég var ađ henda inn örlítilli hugleiđingu á blogg Frjálshyggjufélagsins sem vekur vonandi einhvern til umhugsunar.
Ţegar kemur ađ tillögum til ađ vinda ofan af ríkisvaldinu ţá er úr nćgu ađ mođa úr reynslubrunnum annarra ríkja. Heilu afkimar ríkisrekstursins á Íslandi (sem og alls stađar annars stađar) ţurfa ađ víkja, og sem betur fer er nóg til af innblćstri t.d. frá hinum Norđurlöndunum.
- Í Svíţjóđ ađskilja menn í auknum mćli rekstur og fjármögnun heilbrigđiskerfisins (t.d. í Stokkhólmi), og leyfa sjúkrahúsum ađ "keppa" um sjúklinga á forsendum gćđa og verđlags.
- Í Danmörku eru líka til einkasjúkrahús sem létta á álaginu af ţeim ríkisreknu, t.d. međ allskyns mjađmaađgerđir og endurhćfingu og jafnvel krabbameinsmeđhöndlun. Margir Danir kaupa sér heilbrigđistryggingu til ađ komast inn á ţessi sjúkrahús og sleppa viđ (bókstaflega) lífshćttulegar biđrađir í hinu opinbera kerfi.
- Í Danmörku eru atvinnuleysistryggingar líka einkamál hvers og eins, ella er einver örlítil dúsa í bođi fyrir ţá sem missa vinnuna án atvinnuleysistrygginga.
- Í Noregi eru menn nú komnir í stöđu "skattaparadísar" fyrir olíuvinnsluiđnađinn í Norđursjó, eftir ađ Bretar hćkkuđu skatta á olíuvinnslu í sínu landgrunni. Fjárfesting streymir nú frá breska hluta Norđursjávarins og yfir í ţann norska. Hvern hefđi grunađ ađ Norđmenn, af öllum, yrđu "Sviss norđusins" í olíugeiranum?
- Í Danmörku er bönkum yfirleitt leyft ađ fara á hausinn. Ţeim sem er "bjargađ" er bjargađ međ mjög skilyrtum ríkislánum sem stöđugir bankar afţakka pent.
Viđ ţurfum ekki endilega ađ apa bara allt ţetta slćma upp eftir "frćndum okkar" á Norđurlöndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:24 | Facebook
Athugasemdir
Ég set stórt spurningarmerki viđ einkasjúkrahús og sérstakar "sjúkratryggingar". Allir einstaklingar í samfélaginu eiga ađ hafa rétt á sömu lćknisađstođ. Ţađ eru peningar í bođi og í Ţýskalandi hefur ţađ sýnt sig ađ kostnađur eykst jafnt og ţétt alveg eins og á Íslandi. Ţađ er rosalegur lobbýismi á ţessu sviđi sem virđist vera erfitt ađ ráđa viđ.
Annađ međ atvinnuleysisbćturnar í Danmörku, hvernig eru ţćr útfćrđar? Er ţađ ţá ekki ţannig ađ ţeir sem ekki hafa greitt í atvinutrygginsjóđ fara ţá beint inn í félagslegakerfiđ?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 6.8.2011 kl. 13:12
Ţeir sem hafa ekki greitt í "A-kassa" í Danmörku og verđa atvinnulausir geta sótt um svokallađa "kontanthjćlp" (reiđuféhjálp) sem er ekki upp á marga fiska.
Samkeppni og sérhćfing međal A-kassanna í Danmörku er mikil. Minn kassi er t.d. ekki fyrir alla, og međ ţví ađ taka bara inn fólk sem tölfrćđilega er ólíklegt til ađ verđa atvinnulaust er hćgt ađ halda iđgjöldum mjög lágum.
Geir Ágústsson, 7.8.2011 kl. 06:41
Ég fagna spurningamerkjum viđ ýmislegt einka- og opinbert ţví ţau vekja til umrćđu. Mér finnst samt óţarfi ađ gera "spurningamerkin" ađ lögbanni viđ rekstri, eins og oft verđur raunin. Nú eđa óbeinu lögbanni ţar sem fólki er bannađ međ lögum ađ segja sig frá hinu opinbera kerfi og prófa eitthvađ annađ (dýrara eđa ódýrara).
Geir Ágústsson, 7.8.2011 kl. 06:44
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.