Mánudagur, 1. ágúst 2011
Viðtekin skoðun: Röng
Fréttir frá viðræðum og umræðum um skuldaþak bandaríska ríkisins eru meira og minna allar rangar og villandi.
Tökum sem dæmi þessa málsgrein (feitletrun er mín):
Þótt leiðtogum beggja flokka í Bandaríkjaþingi hafi tekist á 11. stundu í gærkvöldi að ná samkomulagi um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins segja sérfræðingar að enn séu talsverðar líkur á að alþjóðleg matsfyrirtæki muni lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna.
Hvað þýðir þetta á mannamáli?
Af því að bandaríska ríkið getur nú tekið meira að láni en áður (og skuldsetur sig sem því nemur), þá er lánstraust bandaríska ríkisins áfram talið vera gott.
Þetta ættu að hljóma eins og öfugmæli í eyrum flestra, enda eru þetta öfugmæli.
Fréttamenn sem apa beint upp eftir demókratískum fjölmiðlum í Bandaríkjunum þylja öfugmælin upp gangrýnislaust. Til dæmis segir hér:
Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir.
Hinn "harkalegi" niðurskurður er upp á óvissumörkin á útreikningum á hallarekstri bandaríska ríkisins. Ef menn geta ekki skorið niður um óvissumörk á tölu, þá er ekki búið að breyta tölunni sem reiknað er út frá mjög mikið.
Betri er engin frétt en villandi frétt og jafnvel röng.
Lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna gæti lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir,
Það sem þetta þýðir á manna máli er að skuldsetning ríkisins er orðin svo gríðarleg að matsfyrirtækin munu að öllum líkindum lækka lánshæfismatið sem þýðir hærra vaxtastig og meiri útjgöld fyrir ríkissjóð. Þar skiptir engu hvort þetta samkomulag er eða verður gert um skuldaþakið. Ríkissjóður hér hefur verið rekinn með miklu tapi síðan í valdatíð Reagans og miklar upphæðir í hjálp til ýmissa fyrirtækja sem voru "of stór" til að fara á hausinn, hefur kostað ríkissjóð mikla fjármuni. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að ríkissjóður er eins og hvert annað fyrirtæki. Reksturinn þarf að vera í jafnvægi til þess að skútan fljóti:)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 1.8.2011 kl. 18:11
Sæll.
Ein góð ástæða þess að hið opinbera á að vera smátt í sniðum er að fólk (nánast undantekningarlaust) fer verr með annarra manna fé en sitt eigið. Stjórnmálamenn eru að sýsla með annarra manna fé og þess vegna er fjármunum eytt í alls kyns vitleysu (kyngreiningu fjárlaga, ofvaxna stjórnsýslu og ríkisstyrki til flokka svo fátt eitt sé nefnt). Taka þarf harðar á forstöðumönnum opinberra stofnana sem fara fram úr sínum fjárheimildum.
Mér finnast þessi átök þarna í þinginu merki um heilbrigt þjóðfélag, þarna hefur þingið aðhald með framkvæmdavaldinu en svoleiðis er það því miður ekki hér. Vonandi bera Bandaríkjamenn gæfu til þess að setja það í sína stjórnarskrá að fjárlög skuli vera hallalaus.
Helgi (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 18:51
Arnór,
Reagan skildi vissulega eftir sig hallarekstur og stærra ríkisvald, en hann var nú bara forseti í 8 ár. Obama er að slá öll met, lætur George W. Bush líta út eins og sparsama gamla konu. Í tíð Obama var skuldalestinni breytt í skuldahraðlest. Það skal aldrei nógu oft endurtekið hér að Obama tók við slæmu búi og gerði miklu, miklu verra.
Helgi,
Það er engin leið að múlbinda stjórnmálamenn til að eyða minna og halda ríkisvaldinu niðri. Það eina sem dugir er að þvinga stjórnmálamenn til að skila heilu afkimum ríkisvaldsins aftur á hinn frjálsa markað, helst þar til ekkert er eftir.
Geir Ágústsson, 1.8.2011 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.