Hvernig á að komast hratt úr kreppu?

Sagan er troðfull af vel heppnuðum leiðum til að koma hagkerfi (og þar með ríkissjóði) út úr kreppu. Ég dreg hér fram eitt mjög róttækt dæmi, sem breytti mjög djúpri niðursveiflu í mjög hraða uppsveiflu. Dæmisagan er frá Bandaríkjunum, en þar í landi fékk hagkerfið mikinn skell þegar peningaprentun á tímum fyrri heimstyrjaldar kom eins og skellur um leið og hægt var á peningaprentvélunum að lokinni heimstyrjöld, og allt stefndi í óefni:

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover — falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics — urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.

The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction."[2] By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923. (The Forgotten Depression of 1920)

Í stuttu máli: Þegar ríkið er vel þanið og vel fóðrað á nýprentuðum peningum í "uppsveiflu", en þarf svo að aðlagast nýjum veruleika, þá er besta ráðið að skera ríkisútgjöld niður um marga tugi prósenta, greiða niður opinberar skuldir á miklum hraða, skera alla skatta hratt og mikið niður, stöðva peningaprentvélarnar, og bíða!

Næsta ríkisstjórn sér vonandi ljósið. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur þann pólitíska ásetning að sópa sem mestu af íslensku hagkerfi og samfélagi undir ríkisvaldið. Hún mun aldrei sjá ljósið.


mbl.is Hærri skattar skila sér lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki eins og "pilot-ljósið" sé kveikt hjá Seingrími né Jóhrannari enda kollur tveggja búinn að loga á "error" í um áratug.

Fáráðlingurinn Seingrímur sem l´ét út úr sér um Geir um árið "að lækka skatta í góðæri er heimskulegt" gengur nú á hinni egg þess hnífs berfættur. Að ætla að skatta sig út úr kreppu þegar Fjálgmálaráðherran er nýbúinn að koma hálfri þjóðinni á vonarvöl er í hæsta máta undarlegt... ef ekki fáráðnlegt að hugsa til.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er mjög áhugavert. En það er líklegt að engin ríkisstjórn hefur pólítiskt þrek í að gera þetta.

En á að skera mennta og heilbrigðiskerfið um 50%?

Það eru til rök fyrir því að aukin menntun er ekki kostnaður heldur ábati til langstíma... svo dæmi sé tekin.

En það er klárlega hægt að skera niður um 20-30% og hætta þessari glórulausri ríkisábyrgð á opinbera lífeyrissjóðinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.7.2011 kl. 17:00

3 identicon

Það er hægara sagt en gert að skera niður ríkisútgjöld í dag.

Ég er á móti efnahagsaðgerðum. 

Stór hluti ríkisins í dag eru útgjöld sem voðalega erfitt er að skera niður.  Það eru vextir og ýmiskonar bætur.

Ég var voðalega ánægður með það þegar meirihluti Þjóðverja vildi frekar að ríkið borgaði niður skuldir frekar en að lækka skatta.

Þeir eru vonandi að sjá að ríkið verður að greiða niður skuldir frekar en að lækka skatta.  Þegar skuldir eru svo lágar er hægt að lækka skatta.

Við sjáum vonandi öll að ofþensla ríkisins hefur gert okkur öll og háð því.  Framtíðarverkefnið hlýtur að vera að minnka áhrif ríkisins en halda samt sem áður ákveðinni félagslegri þjónustu.  Hún má bara ekki vera of mikil.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 17:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þarf nú ekki að gera mikið meira en að spóla ríkisútgjöldunum 10 ár aftur í tímann til að ná hallalausum fjárlögum. Sjá til dæmis hér

Róttækari þurfa menn ekki að vera. 

Var ekki gott heilbrigðiskerfi á Íslandi fyrir 10 árum síðan? Meira að segja úti á landi!

Og fossar ekki fé úr ríkiskassanum (og af kreditkortum ríkissjóðs) í allskyns vitleysu sem verður seint kölluð "félagsleg þjónusta" og "menntun"?

Og er ekki upplagt að nota gjaldþrot ríkissjóðs til að SKILA mörgu af því sem ríkið hefur tekið hálstaki? Ef við lítum t.d. til Danmerkur, þá eru atvinnuleysistryggingar á vegum einkaaðila (ef undan er skilin einhver örlítil dúsa fyrir þá sem eru án slíkra trygginga, svokölluð "kontanthjælp"). Væri ekki hægt að apa það upp eftir frændum okkar í Danmörku, í stað þess að apa bara skattprósentur eftir þeim? Skattprósentur sem fara vel á minnst lækkandi, í kerfi þar sem þrepunum fer fækkandi.

Íslendingar, sérstaklega vinstrimenn, eru svo blindaðir af íhaldssemi (ótrúlegt nokk) að þeir geta ekki hugsað sér að hrófla við kerfi sem er gjaldþrota, úr sér gengið, sósíalískt í eðli sínu og mun aldrei gera annað en að þjóna færrum verr fyrir meira fé.

Geir Ágústsson, 27.7.2011 kl. 19:07

5 identicon

Einmitt, leggja niður Ferðamálastofu.

Af hverju á að leggja niður Ferðamálastofu?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 19:11

6 identicon

Hvað með styrki til landbúnaðar?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 21:18

7 identicon

Sælir

Bendi á að staðan gæti í raun verið öllu verri. Skattaskil eru ekki enn ljós þanning að þessi halli getur í raun verið meiri og vitað er að fjárhagsleg staða einstaklinga og fyrirtækja er slík að margir eru í raun gjaldþrota og viðbúið að söluskattur og annað muni því ekki skila sér. Hitt er að fólk er að taka í talsverðum mæli út sinn aukalífeyri og brenna honum í eyðslu/lánaniðurgreiðslur og viðbúið að tekjurnar snarlækka.

Þetta er í raun rétt hjá Geir, það þarf að fara 10 ár tilbaka en frá 2000 til 2008 jukust opinber útgjöld um 43% að raunvirði og opinberum starfsmönnum fjölgaði um 27%. Raunar jókst skatttekja á meðaltekjuhópana á þessu tímabili. Það eru ákveðin atriði sem er vert að nefna ef menn ætla að nota sömu útgjöld til heilbrigðismála og 2000 þá mun það þýða hreint gríðarlega skerðingu vegna þess að þjóðin er eldri og þyngri og kröfurnar meiri, aðgerðirnar dýrari og lyfjameðferðin dýrari. Raunar hafa menn gengið nærri brúninni nú þegar í þeim málaflokki.

Við lifum með opinbert kerfi sem er um 25% stærra en við ráðum við og við sjáum fram á áframhaldandi samdrátt hagkerfisins að óbreyttu. Að halda því fram að hagkerfið tæki einhvern óskaplegan vöxt við það að lækka álögur á bensín eða skatta er erfitt að sjá það mun hins vegar auka á innflutning og þanning grafa undan krónunni þanning að við erum komin inn í þröngt horn þar sem allar ákvarðanir verða sársaukafullar. Það er stöðugt verið að vefja hagkerfinu inn í skuldir og við erum komin nær fram af þeirri bjargbrún. "Skjaldborgin verður í raun fjármögnuð af skattborgurum ef hún þá verður reist." Það er ekkert svigrúm fyrir einhverjar opinberar framkvæmdir og raun höngum við innan í russlatunnunni hvað lánstraust varðar og því er fjármagnskostnaðurinn í raun drepandi á allar framkvæmdir. ENRON lík fjármálasvindl eru væntanlega lögleg á Íslandi og bíða menn niðurstöðu Hæstaréttar frá Exeter máli þeirra Byr manna. þar sem annars staðar myndi kalla á áratugadóma er þá kanski löglegt á Íslandi mun klárlega jarða íslenska atvinnuupbyggingu og skapa gríðarlega reiði í samfélaginu. Meginhluti niðurskurðarins gríðarlega mun þá bitna á velferðarkerfinu. Lokun skóla, öldrunarstofnanna, aukinn hluti sjúklings hvað varðar lyf og lækniskostnað. Aukin fjöldi nemanda í bekkjum og fækkun skóla. Væntanlega þarf að hækka eftirlaunaaldur. Koma atvinnulausum í ummönunarstörf og ná niður atvinnuleysisbótum enda hefur verið eytt 80 miljarða í atvinnuleysisbætur frá hruni og hindra að menn séu að þiggja bætur og vinna á svörtu og effektívasta leiðin er skyldumæting auk þess held ég það sé best fyrir þá sem eru atvinnulausir að þeir fái einhverja reglu í tilveruna.

Við erum komin í annað farrými og getum ekki ætlast til sams konar velferðarþjónustu og ríkustu löndin enda er viðbúið að þjóðarframleiðsla muni dragast saman á næstu árum okkur vantar bæði fjármagn og þekkingu til að byggja upp aðra útflutningsgreinar. Það verður ekkert mikið meira að hafa út úr fiskvinslunni en væntanelga hægt að pressa eitthvað meira út úr ferðamönnum en það dugir skammt við höfum ónýtta orku sem er í raun okkar besti möguleiki en þar hefur hægt miðað.

Gnnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 22:54

8 identicon

Þegar bornir eru saman skattar við nágrannalöndin og þar þekki ég vel til í Noregi er talsverður miskilningur í gangi.

Í skattinum norska eru eftirlaunagreiðslur í sameiginlegan lífeyrissjóð og auk þess gjöld til sveitarfélags (skattur, útsvar og eftilaunagreiðslur). Vextiagreiðslur eru frádráttarbærir frá skatti og barnabætur eru ekki tekjutengdar.

Íslenska lífeyriskerfið stendur ákaflega illa og miklum verðmætum hefur verið kastað á glæ og óbreytt kerfi þar sem fólk er skikkað í er náttúrulega fáheyrt.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 23:02

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn eru rétt að rispa yfirborðið þegar menn nefna einstaka stofnun eða "ráð" eða deild. Heilu afkimar ríkisrekstursins þurfa að víkja, og sem betur fer er nóg til af innblæstri t.d. frá hinum Norðurlöndunum.

Í Svíþjóð aðskilja menn í auknum mæli rekstur og fjármögnun heilbrigðiskerfisins (t.d. í Stokkhólmi), og leyfa sjúkrahúsum að "keppa" um sjúklinga á forsendum gæða og verðlags.

Í Danmörku eru líka til einkasjúkrahús sem létta á álaginu af þeim ríkisreknu, t.d. með allskyns mjaðmaaðgerðir og endurhæfingu og jafnvel krabbameinsmeðhöndlun. Margir Danir kaupa sér heilbrigðistryggingu til að komast inn á þessi sjúkrahús og sleppa við (bókstaflega) lífshættulegar biðraðir í hinu opinbera kerfi.

Í Danmörku eru atvinnuleysistryggingar líka einkamál hvers og eins, ella er einver örlítil dúsa í boði fyrir þá sem missa vinnuna án atvinnuleysistrygginga.

Í Noregi eru menn nú komnir í stöðu "skattaparadísar" fyrir olíuvinnsluiðnaðinn í Norðursjó, eftir að Bretar hækkuðu skatta á olíuvinnslu í sínu landgrunni. Fjárfesting streymir nú frá breska hluta Norðursjávarins og yfir í þann norska. Hvern hefði grunað að Norðmenn, af öllum, yrðu "Sviss norðusins" í olíugeiranum?

Í Danmörku er bönkum yfirleitt leyft að fara á hausinn. Þeim sem er "bjargað" er bjargað með mjög skilyrtum ríkislánum sem stöðugir bankar afþakka pent

Við þurfum ekki endilega að apa bara allt þetta slæma upp eftir "frændum okkar" á Norðurlöndum.

Geir Ágústsson, 28.7.2011 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband