Lærdómur af hruninu: Enginn?

Svo virðist sem fáir hafi lært nokkurn skapaðan hlut af hruni ríkisábyrgða á fjárfestingum einkaaðila. Í flestum löndum kom í ljós að "tryggingar" á innistæðum voru innantóm loforð um ríkisútgjöld á glannaskap með ríkisábyrgð. Til að bjarga mannorði sínu ákváðu stjórnvöld víðast hvar að sópa skattgreiðendum undir hrunið.

Finnar ætla að gera gott betur og sópa sínum skattgreiðendum undir hrunið grískt hagkerfið. 

Hvers vegna?

Fyrir því eru pólitískar ástæður. Stjórnvöld vilja ekki viðurkenna að með kverkataki ríkisins á fjármálakerfinu, og ríkisábyrgðum til að styðja við það, fylgir óhjákvæmlega að kerfið hrynur. Hvort sem það er fyrr eða síðar er aukaatriði. 

Því lengur við stjórnvöld draga það að afnema ríkisábyrgðir og regluverk af fjármálakerfinu, þeim mun verri og dýpri verða niðursveiflurnar sem hrun fjármálakerfisins hafa í för með sér.


mbl.is Finnar til í að aðstoða Grikki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að bjarga Grikkjum, en augljóslega er kerfið það gallað að við verðum að kalla eftir breytingum.

Það gerum við ekki með því að bjarga ekki Grikkjum, heldur að kalla eftir háværum breytingum.

Ég skrifa innan ESB.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 22:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Stefán,

Það hefur enginn útskýrt almennilega fyrir mér af hverju "þarf" að bjarga Grikkjum.

Það hefur heldur enginn útskýrt fyrir mér hvernig björgun núna kemur í veg fyrir "þörfina" á annarri björgun aðeins seinna, eða hvernig björgun á Grikkjum sendir rétt skilaboð til annarra stjórnvalda sem eru að kafsigla sínum hagkerfum.

Geir Ágústsson, 30.6.2011 kl. 06:59

3 identicon

@Stefán:

Þessar björgunaraðgerðir eru ekki fyrir Grikki, þeir koma þessu máli nánast ekkert við. Þessar björgunaraðgerðir miða að því að bjarga þeim sem gerðu þau mistök að lána Grikkjum alltof mikið (mest franskir bankar). Þeir aðilar eiga að gjalda fyrir sín mistök, lánveitendur eiga líka að bera ábyrgð þó það sé því miður ekki í tísku í bili og það veldur auðvitað því að þeir treysta á að þeim verði bjargað - sama hvað þeir geri.

ESB og AGS eru að neyða Grikki til ýmissa aðgerða sem þeir eiga sjálfir að ákveða hvort þeir vilja ráðast í. Þeir verða þvingaðir til mikilla einkavæðinga sem leiðir sjálfsagt til þess að gríska ríkið fær lægra verð en eðlileg getur talist vegna þess að þeir neyðast til að selja opinberar eigur í massavís núna. Einnig er líklegt að sambland niðurskurðar og skattahækkana leyði til þess að vaxtarmöguleikar gríska hagkerfisins verði verulega heftir. Þetta virðast alltof margir ekki skilja þó þeir séu menntaðir í hagfræði. Kannski er það ástæðan? Kannski er nær að tala um hagspeki (sbr. stjörnuspeki)?

Í annan stað er verið að reyna að fela þá staðreynd að evran er mistök. Ertu kannski að tala um þau mistök? Ef Grikkir hefðu drögmuna sína liti staða þeirra miklu betur út, þeir væru í aðstöðu til að aukja tekjur í gegnum sinn gjaldmiðil - líkt og við gerum með krónunni. Fyrir mörgum árum bentu margir á að evran virkaði ekki fyrir þessi ólíku lönd og nú er það að koma í ljós. Atvinnuleysi í Grikklandi er orðið ansi hátt (um 15%) en hægt væri að slá verulega á það ef þeir hefðu sinn eigin gjaldmiðil. Þetta ástand breytist lítt á meðan þeir hafa evruna.

Þessi "björgun" Grikkja er engin björgun, það er verið að lána þeim svo þeir geti borgað önnur lán og slíkt er engin lausn heldur er einungis verið að gera skellinn stærri og lengja í hengingarólinni. ESB er því að velta vandanum á undan sér og þora ekki að leysa hann.

Af hverju ættu líka skattgreiðendur í ESB löndum að borga fyrir þessar björgunaraðgerðir? Af hverju áttu Íslendingar að borga fyrir mistök Landsbankamanna (Icesave) ?

Helgi (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband