Laugardagur, 25. júní 2011
Harpan gerði illt verra
Atvinnuástand iðnaðarmanna er slæmt eftir að peningasvartholið við Reykjavíkurhöfn var reist. Það má jafnvel færa fyrir því rök að atvinnuástand iðnaðarmanna sé verra vegna Hörpu en án hennar.
Til að fjármagna Hörpu (bæði byggingu hússins og rekstur) þarf að taka fé út úr hinum verðmætaskapandi einkageira (annaðhvort strax með skattheimtu eða yfir lengri tíma með lántökum). Einkageirinn hefur því minna fé á milli handanna til að greiða niður skuldir, ráða starfsfólk, útvíkka starfsemi sína, og svo framvegis.
Harpa er afþreyingarstöð, áhugamál fyrir nokkra á kostnað annarra. Hún skapar engin verðmæti. Hún flytur verðmæti frá skattgreiðendum og til nokkurra útvalda. Bygging hennar eykur ekki verðmætasköpun, heldur drepur hana niður.
Ef menn hefðu stöðvað byggingu Hörpu á sínum tíma hefði mátt bjarga miklum verðmætum. Einkageirinn hefði fengið að halda í aðeins meira af sjálfsaflafé sínu. Hann hefði geta tekið við sé á ný. En í stað þess erum við með deyjandi einkageira og stórt skrauthýsi við Reykjavíkurhöfn.
Iðnaðarmenn þurfa ekki að undrast alltof mikið á atvinnuástandi sínu. Það er að hluta til verra en það hefði geta verið, einmitt vegna Hörpu, en ekki af því bygging hennar skildi eftir tómarúm á vinnumarkaðinum.
Það er mjög dauft yfir öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.