Miðvikudagur, 22. júní 2011
'Hrófla við' er rétt lýsing
Morgunblaðið er duglegt við að endurbirta bloggskrif vinstrimanna. Hvers vegna það?
Hvað um það. Ólína Þorvarðardóttir virðist ekki sjá neina ókosti við að hrófla við kvótakerfinu. Hin stórkostlega tilfærsla á áður-framseljanlegum atvinnutækjum útgerðarinnar (veiðiheimildum) hefur víst eintóma kosti í för með sér (aðra en þá hagfræðilegu, að vísu). Eða svo er sagt.
Það er talað um "réttlætismál" að flytja veiðiheimildir frá þeim sem hafa þær í dag og til einhverra annarra sem hafa þær ekki, og til einhverra sem búa annars staðar en þeir sem ráða yfir þessum veiðiheimildum í dag. Þetta er auðvitað hálfgerð sturlun. Menn sem boða slíka þvingaða tilfærslu ríkisins á atvinnutækjum hafa eitthvað allt annað í huga en skynsama og arðbæra nýtingu á fisknum í sjónum í kringum Ísland. Það er ekki hægt stilla saman stórkostlega tilfærslu ríkisins á veiðiheimildum, og skynsamlega og arðbæra notkun veiðiheimildanna.
Menn sem vilja hrófla við núverandi kerfi í átt frá eignarétti og framseljanleika eru að biðja um óhagkvæma útgerð á Íslandi í nafni einhverrar réttlætishugsjónar sem verður ekki rökstudd með tilvísun í annað en ...Kommúnistaávarpið!
Hverjir eru heimildarmenn OECD? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að mínu mati þá verður að afnema kvótalögin, - það er Alþingis að afnema þessi ólög án frekari tafa.
Þorskveiðar mætti auka nú þegar, upp í minnst 350 þúsund tonn á þessu ári. Makrílveiðar má sem best gera frjálsar og að engar takmarkanir eða hámark verði á þeim veiðum.
Fiskiveiðar verður að gera frjálsar á ný og endurvekja þar með atvinnulífið á hinum ýmsu útgerðarstöðum, allt í kringum landið.
Íslendskir sjómenn verða að fá fullt frelsi til fiskiveiða, - en þurfi ekki að búa við ófrelsi undir núverandi kvótakerfi.
Tryggvi Helgason, 22.6.2011 kl. 14:09
Sæll.
Það er þá væntanlega sama réttlætismál að taka kvóta frá sumu fólki sem hefur þá ekkert í staðinn til að láta aðra fá. Kvótinn er auðvitað til í takmörkuðu magni og ef hann er færður á milli staða kemur fram mínus í einni byggð en plús kemur fram í annarri. Hvaða kosti hefur það? Býður þetta ekki upp á meira kjördæmapot og ríg á milli landshluta? Það gleymist að þegar um takmarkað magn er að ræða, eins og kvótann, verður einhver að blæða svo annar geti fengið meira. Eigum við bara að hugsa um þann sem fékk kvóta en ekki þann sem missti hann vegna íhlutunar stjórnmálamanna?
Samræmist þetta frumvarp stjórnarskránni? Má taka eign af fólki með þessum hætti? Er þetta ekki dæmi um að við ættum að byrja á því að fara eftir stjórnarskránni áður en við breytum henni með ærnum tilkostnaði fyrir tilstuðlan einhverra gasprarra? Hagfræðilegu rökin gegn þessu máli hans Jóns B. eru öll á sama veg en mér finnst merkilegt ef þetta er löglegt.
Ég óttast einnig að þetta kerfi bjóði upp á mikla spillingu og vinavæðing. Ef ég þekki ráðherra betur en Geir eru þá ekki meiri líkur á að ég fái kvóta sem ég er að reyna að skæla út en Geir? Ætli skipti þá nokkru máli þó Geir sé betri útgerðarmaður en ég? Sennilega ekki. Allir Íslendingar þekkja einhver dæmi um vinavæðingu og flestir ef ekki allir búnir að fá nóg af henni.
Helgi (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 18:39
Helgi það er enginn í BRETLANDI sem hefur kosningarétt á íslandi
eða missti ég að einhverju,,,,,,,,,
fiskurinn var tekinn af allri lansbyggðinni, það er búið að því ,,,,,,,,
það er ekki hæg að nota þá grýlu aftur, nema vera talinn heimskur
Sigurður Helgason, 23.6.2011 kl. 01:30
Kvótanum var á sínum tíma úthlutað til þeirra sem stunduðu veiðar, rétt eins og "loft"kvótanum á núna að úthluta til þeirra sem eru að pumpa einhverju út í andrúmsloftið.
Þessi kvóti hefur svo gengið kaupum og sölum og skv. öllum skýrslum sem finnast um málið er útvegurinn á Íslandi einn sá hagkvæmasti í heimi, og hann dæli gjaldeyri til Íslands ólíkt sjávarútvegi flestra landa sem er þiggur fé úr vösum skattgreiðenda.
Þessu á að breyta. Núna á að hverfa aftur til einhverra annarra tíma sem eru töluvert minna hagkvæmari. Þetta finnst mönnum vera "þess virði" en sömu mönnum finnst líklega ekkert að því að ríkið gangi inn í húseignir manna og slái þar eign sinn á eitt eða tvö herbergi til úthlutunar úr ráðuneyti húsnæðismála.
Ég get ekki mætt rökum þeirra sem eru sameignarsinnar. Þeir sem eru sameignarsinnar eru það bara, og á þá bítur engin hagfræði eða heilbrigð skynsemi. Og sjávarútvegsráðherra er sameignarsinni. Hann ætlar að rústa sjávarútvegi á Íslandi með sömu rökum og Mugabe rústaði landbúnaði Zimbabwe. Á meðan menn eins og sjávarútvegsráðherra eru við völd, þá er lítil von um batnandi hag á Íslandi.
Geir Ágústsson, 23.6.2011 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.