Þriðjudagur, 21. júní 2011
Olían upp eða réttara sagt: Dollarinn niður
Olíuverð er á uppleið, þ.e. olía verðlögð í dollurum. Eða, í stuttu máli með orðum Peter Schiff:
The supply of money is growing much faster than the supply of oil, so therefore the price of oil has to rise.
Einnig:
If you want to measure prices in gold, then you can see that the price of everything is falling. But in terms of paper, thats not the case because paper is being printed. And so, prices are rising.
En hvað er svona merkilegt við gull? Ekkert, nema það að gull er ekki hægt að fjöldaframleiða, er erfitt að grafa upp og auka framboð á, er auðþekkjanlegt og meðfærilegt, og þess vegna miklu traustari tegund milliliðs í viðskiptum (peningar) en pappírinn sem við erum neydd með lögum til að kalla peninga. Silfur hefur svipaða eiginleika og gull. Silfur er því líka góður milliliður í viðskiptum.
Á öðrum stað segir:
It turns out that if we price gasoline in ounces of silver, we discover that it has been falling in value. That is, a gallon of gasoline on the day President Obama was sworn in was worth about a sixth of an ounce of silver. Today, the value of the same gallon of gasoline has fallen to less than a 10th of an ounce of silver.
Niðurstaðan er þessi: Með minnkandi kaupmætti almenninga er verð á öllu að falla. Hins vegar er peningaprentun flestra seðlabanka heims svo ör að verðlag í pappírspeningum er á uppleið. Þetta misræmi er stórkostlega eyðileggjandi fyrir öll viðskipti og alla verðmætasköpun. Þeir hagfræðingar sem boða peningaprentun sem lækningu við vandamálum fyrri peningaprentunar verða, í sögubókunum, dæmdir í sama flokk og "snake oil" sölumenn, sem selja kryddaðar vatnsblöndur og kalla meðal við öllu.
Olían mjakast upp á við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.