KK-hagfræðin ennþá tekin alvarlega

Keynes-Krugman kreppu-hagfræðin virðist ennþá vera iðkuð af hinum háu herrum í Evrópu, rétt eins og í Bandaríkjunum og víðar. Hinn almenni Þjóðverji er fyrir löngu orðinn þreyttur á að þurfa bera hallarekstur og óráðsíu Suður-Evrópubúa á herðum sínum. Hinn almenni stjórnmálamaður í Þýskalandi virðist lifa í öðrum veruleika.

Einn helsti spámaður Keynes-hagfræðinnar í dag, Paul Krugman, fær ennþá að skrifa pistla sem einhverjir lesa ennþá. Það er sennilega helsti styrkleikur hans - að skrifa svo mikið að það gleymist hvað hann skrifaði áður.

Þessi maður, sem einlæglega trúir því að peningaprentun sé lækning á vandamálum sem skapast vegna peningaprentunar, biðlaði til dæmis til yfirvalda í Bandaríkjunum um að koma landinu út úr fjármálakreppunni með því að... prenta peninga! Seðlabanki Bandaríkjanna prentaði meiri peninga á nokkrum mánuðum en samanlagt áður í 100 ára sögu hans. Bandaríkin eru á leið í ennþá verri kreppu.

Það á ekki að bjarga Grikklandi, Portúgal, Spáni, frekar en Íslandi þegar Steingrímur J. er endanlega búinn að rústa hagkerfi Íslands. Öllum þessum löndum vantar bara tvennt til að komast á beinu brautina: Aðskilnað ríkis og fjármálastarfsemi (með því að afnema ríkiseinokun á peningaútgáfu og slíta á alla ríkisábyrgðir í fjármálakerfinu) og ríkisrekstur sem kostar minna en sem nemur skatttekjunum. 

Voila!

 


mbl.is Hvetur banka til að styðja Grikki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til viðbótar við það sem þú segir þá ætla ég að teygja mig langt og lesa dulda hótun hennar út úr þessum orðum "...Slíkt væri hins vegar ekki mögulegt nema þeir kæmu að aðstoðinni af fúsum og frjálsum vilja".

M.ö.o. þeir sem ekki aðstoða "af fúsum og frjálsum vilja" eru ekki líklegir til að fá neina sérmeðferð hjá ESB klíkunni í framtíðinni.

Björn (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 18:54

2 identicon

Sæll.

Nú nýlega var helsti ráðgjafi Obama í efnahagsmálum, einhver hagfræðiprófessor að hætta og hverfa aftur til kennslustarfa sinna. Varla er það tilviljun frekar en þegar Mishkin hætti á sínum tíma í Seðlabankanum í usa. Þeir geta hætt þegar ekkert af því sem þeir segja virkar, þá stökkva þeir frá borði en almenningur situr uppi með afleiðingarnar af dellunni í þeim. Krugman talar af stóli fræðimannsins, hann þyrfti að vera efnahagsráðgjafi Obama í smá stund svo hann fatti að hann hefur rangt fyrir sér - raunveruleikinn lýgur ekki.

Ég vona að repúblikanarnir í USA setji stopp á greiðslur USA af skuldum, þó ekki væri nema stutta stund - það gleymist alltaf að þeir sem lána verða líka að bera ábyrgð á útlánum sínum þó ríki hafi verið dugleg við að vernda þá gegn eigin mistökum - þá hreinast ekki út af markaðnum þeir sem geta ekki fjárfest skynsamlega.

Ég held að Bretarnir séu á réttri leið, þar á að segja upp fjölda opinberra starfsmanna á komandi vikum ef ég hef skilið fréttir rétt. Ég man ekki betur en ég hafi heyrt árið 2009 að launakostnaður íslenska ríkisins væri 120 milljarðar en sú upphæð er auðvitað alltof há. Vonandi kemst fljótlega til valda flokkur hér sem hefur það á stefnuskrá sinni að lækka skatta hraustlega og segja upp haug af opinberum starfsmönnum - sérstaklega í stjórnsýslunni og á öllum þessum opinberu stofnunum sem gera afar takmarkað gagn annað en verða sjálfri sér til skammar með því að tapa hverju dómsmálinu á fætur öðru.

Að lokum hvet ég þig Geir til að bjóða þig fram til þings - við þurfum frjálshyggjumenn þangað inn. Ég myndi með glöðu geði leggja mín lóð á vogarskálarnar til að þú kæmist þangað inn. Þjóðin þarf á frjálshyggjumönnum á þing núna - mönnum sem þora að vera frjálshyggjumenn.

Helgi (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 20:32

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn,

Auðvitað er falin hótun í svona orðalagi. Fjármálafyrirtækin sem hún beinir tali sínu til eru að hugsa, "hvað ef við veitum EKKI það sem hún vill að við veitum?" og mörg komast að þeirri niðurstöðu að það borgi sig að borga frekar en að sleppa því.

Helgi,

Sjáum til hvernig Bretum gengur að taka til. Mér skilst að þeir séu a.m.k. ekki að passa upp á pundið sitt.

Ég tek ekki áskorun þinni um að bjóða mig fram til Alþingis. Takk samt :)

Geir Ágústsson, 19.6.2011 kl. 11:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hótunin þýðir raunverulega: Við ætlum ekki að bjarga Grikklandi (aftur) svo ef þið (bankar) gerið það ekki þá fer það á hausinn og tekur ykkur með sér niður. Og í þetta sinn munum við ekki geta bjargað ykkur (aftur) vegna þess að við kláruðu alla okkar peninga þegar við björguðum Grikklandi (í fyrra skiptið).

Þannig orðað er þetta engin hótun, heldur "ískalt hagsmunamat".

Merkel er klárlega töffari að beita þessu bragði á bankanna, í stað að það sé á hinn veginn eins og í mörgum öðrum löndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2011 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband