Mánudagur, 13. júní 2011
Bakhjarl VG: Sárþjáðir skattgreiðendur
Morgunblaðið er ekki að gera neinum greina með því að endurbirta ummæli sjáumglaðs þingmanns á vef sínum.
Það sem oft gleymist, og sérstaklega á hinu háa Alþingi, er að allir hafa einhverja hagsmuni. Það getur vel verið að kvótakerfið, sem vinstrimenn á Íslandi festu í lög á sínum tíma en ætla að skjóta niður núna, hafi orðið að tekjulind fyrir einhverja sem, af einhverjum ástæðum, hallast frekar til hægri en vinstri í stjórnmálum, og eru þá frekar hlynntari stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins en Vinstri-grænna. Og kannski fer það í taugarnar á einhverjum vinstrimönnum. En hvað með það? Það er enn sem komið er heimilt að styðja stjórnmálaflokka með frjálsum framlögum og tryggja þannig að fólk geti veitt þeim aðhald á milli kosninga. Enn sem komið er.
"Fjárhagslegt bakland" Sjálfstæðisflokksins er sennilega að stærri hluta í einkageiranum en gildir um flesta aðra flokka. "Fjárhagslegt bakland" Vinstri-grænna er í gegnum skattheimtu á fólki sem kannski og kannski ekki er sammála stefnumálum Vinstri-grænna. Hvort er skárra? Hið fyrrnefnda, segi ég.
Rökin fyrir róttækri ríkisvæðingu sjávarútvegsins eru veik og enda flest ef ekki öll á kommúnískum slagorðum um "endurdreifingu" og "réttláta skiptingu" á takmörkuðum gæðum. Þeir sem hafa lesið meira en formála í sögubók vita hvernig sú "skipting" endar.
Sá endir er upphaf stefnu Vinstri-grænna og þingmanna þess flokks.
Sagan samofin kvótakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
afhverju ætli þessir keyptu flokkar einsog sjálfstæðisflokkurinn hafi ALDREI í allri sinni baráttu fyrir þjófnaðinum á sameign þjóðarinnar hafi minnst á það í eitt skipti að fara með málið fyrir mannréttindadómstól evrópu - við erum jú aðilar að þeim dómstól !
árni aðalsteinsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 14:45
enginn flokkur hefur verið jafn lengi á sveit og Sjálfstæðisflokkurinn og hann hefur þegið mest allra flokka
Kristbjörn Árnason, 13.6.2011 kl. 14:52
Var maðurinn nokkuð að halda því fram að LÍÚ hafi verið óheimilt að styrkja sjálfstæðisflokkinn?
"Það er enn sem komið er heimilt...." Hann sagði ekki annað en það sem allir vita að sjallar eru styrktir af kvótaveldinu. Það er umhugsunarefni að þessi auðlind skuli hafa verið í næstum opinberri eigu sjötíu fjölskyldna!
Og það er kunnara en frá þurfi að segja að útgerðarkonan Guðbjörg Matthíasdóttir heldur lífi í málgagni Flokksins.
Björn Valur sagði það sem allir vita um hagsmunatengsl útgerðar við sjalla og framara og hafði efni á því, enda verður það ekki hrakið.
Svo ættu LÍúarar að hætta að ljúga því að skuldir útgerðarinnar séu vegna kaupa á aflaheimildum.
Árni Gunnarsson, 13.6.2011 kl. 15:27
Þið vitið að VG og Samfylkingin eru búin að einkavæða loftið okkar?
Þannig þeir hafa stundað "þjófnað á sameign þjóðarinnar" skv. skilgreiningu Árna Aðalsteinssonar.
Fyrir utan það að Alþýðuflokkurinn og Alþýðuflokkurinn með Jóhönnu og Steingrím J. sátu í ríkisstjórn þegar kvótakerfið í sjávarútvegi var sett á 1984 og þegar framseljanleikinn var settur á 1990. Þau kusu bæði með.
Núna einkavæða þau loftið, og það verður framseljanlegt frá og með 1. janúar 2013.....
En bara SAMT,... allt sjálfstæðiflokknum og framsókn að kenna
Haraldur Pálsson, 13.6.2011 kl. 15:28
http://www.youtube.com/watch?v=Gu552pNS_o0
Haraldur Pálsson, 13.6.2011 kl. 15:28
...og það er drifkrafturinn, kæri Kristbjörn,hjá núverandi stjórnarflokkum......það að aðrir hafa fengið meir "að þiggja" en þeir...
Gisli Gudmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 15:29
Þeir sem styðja núverandi stjórn (í gegnum súrt og sætt) gleyma að taka tillit til þess að á sínum tíma, í tíð þáverandi vinstristjórnar, var komið á fyrirkomulagi sem á núna að þurrka burtu með öðru og verra fyrirkomulagi. Af hverju? Af því menn hafa talið sér í trú um að þegar núverandi fyrirkomulagi var komið á laggirnar (til bjargar gjaldþrota sjávarútvegi), þá hafi "þjófnaður" á hvorki meira né minna en "sameign þjóðarinnar" (lagalega merkingarlaust hugtak) farið fram.
Spes, svo ekki sé meira sagt.
Menn ímynda sér svo að hin íslenska þjóðnýting og ríkisvæðing muni hafa einhverjar aðrar afleiðingar í för með sér og þjóðnýting og ríkisvæðing hefur haft í för með sér í öðrum löndum.
Spes, svo ekki sé meira sagt.
Geir Ágústsson, 13.6.2011 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.