Fimmtudagur, 12. maí 2011
Sveitarfélögin eyða of miklu
Íslensk sveitarfélög eyða of miklu og krefjast of mikilla skatta. Þau eru dýr baggi á herðum almennings. Þannig er það.
Allt tal um "sameiningu sveitarfélaga" missir marks í þessu umhverfi sívaxandi skattheimtu sveitarfélaga, því slíkar sameiningar draga úr skattasamkeppni á milli sveitarfélaga, og gerir þeim öllum kleift að skrúfa skattprósentuna í botn án þess að íbúarnir eigi mikla möguleika á að flýja, nema með því að yfirgefa landshluta, vini og fjölskyldu.
Ég hvet Íslendinga til að íhuga leiðir til að stuðla að frekari klofningi sveitarfélaga upp í smærri sveitarfélög, og reyna þannig að minnka opinberar álögur á sig. Sveitarfélög sinna of mörgum lögbundnum verkefnum og þeim þarf að fækka. Þar að auki dæla sveitarfélög fé skattgreiðenda í allskyns gæluverkefni sem koma íbúaþjónustu ekkert við.
Seltjarnarnes var lengi vel vígi fyrir þá sem vildu vel rekið sveitarfélag sem fór hóflega í að féfletta íbúa sína. Nú er öldin önnur. Hvaða vígi fellur næst, af þeim fáu sem eru eftir?
Hagnaður af rekstri Seltjarnarness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Þetta er að mörgu leyti rétt hjá þér, opinberi geirinn hér er alltof stór og þyrfti að láta ansi marga opinbera starfsmenn fjúka, er mér þar efst í huga stjórnsýslan sem virðist lifa í litlu sambandi við þegnana sem hún á að þjónusta. Fjölgun borgarfulltrúa er gott dæmi um þetta.
Svo er það auðvitað þannig, það sést glöggt á fjáraustri opinberra aðila í alls kyns vitleysu, að menn fara ekki vel með annarra manna fé.
Því miður hefur allur þessi opinberi rekstur ræktað upp hérlendis fullt af sósíalistum sem þekkja ekkert annað en að ríkið sé með puttana í öllu. Fólk skilur ekki mikilvægi einkageirans eða þann kraft sem í honum býr vegna þess að honum er sífellt haldið í spennitreyju skrifræðis og skatta.
Annað atriði. Láta SA ekki Vilhjálm E. fjúka eftir þessa furðulegu samninga? Margir munu missa vinnuna út af þessum óraunhæfu samningum. Hvað eru SA að hugsa með því að hafa þennan mann í brúnni? Stuðningur hans við Icesave hefði átt að vera nóg. Verkin sína merkin og nú munu þessir samningar hans án efa setja mörg fyrirtæki á hliðina. Ég reikna með að á ógæfuhliðina taki að halla í haust.
Helgi (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.