Of dýrt og flókið að vera löghlýðinn?

Á Íslandi eru einfaldlega "of" mörg lög. Það er of dýrt og flókið að vera löghlýðinn. Fangelsi Íslands er full af fólki sem hefur ekki beitt nokkurn mann ofbeldi. Bráðum sitja eiturlyfjasalar við hlið venjulegs fólks sem var einfaldlega að reyna koma sparnaði sínum í skjól.

Samherji er stórt og ríkt fyrirtæki með fullt af lögfræðingum á sínum snærum. Engu að síður flækist það fyrir yfirmönnum þess að afla lítillar milljónar í erlendum gjaldeyri til að senda lítinn hóp manna erlendis til að kynna afurðir þess fyrir útlendingum. Hvað gera yfirmenn Samherja næst? Kaupa gjaldeyri á svarta markaðinum? Þeir láta varla sóa tíma sínum og fé fyrirtækisins með þessum hætti aftur.

Gjaldeyrishöftin eru hræðileg fyrir íslenskt hagkerfi, og mismuna jafnvel venjulega fólki á meðan "stórir" fjárfestar fá allar þær undanþágur sem þeir vilja (á meðan þeir eru rétt tengdir). Það er varla langt í innflutningshöft ef mönnum er alvara með að viðhalda þessum höftum. Og þá verður vont enn verra. 


mbl.is Gengu milli banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Þeir voru ekki einu sinni að afla peninganna, heldur einungis að taka út a eigin gjaldeyrisreikningi.  Þetta er aumt.

Steinarr Kr. , 2.5.2011 kl. 21:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já rétt athugað: Voru að reyna taka út eigið fé af eigin reikningi.

Þessi höft verða ekki afnumin á meðan þessi ríkisstjórn situr - hún má ekki við því að þurfa takast á við þá tímabundnu aðlögun sem krónan á inni (með tilheyrandi verðbólguskoti á meðan markaðurinn hreinsar til). En hún getur heldur ekki ætlast til þess að Seðlabanki Íslandi geti haft undan við að afgreiða fólk um eigið fé. Næsta skref er því að minnka þrýstinginn á gjaldeyrisviðskipti, t.d. með innflutningshöftum. 

Þessi ríkisstjórn er versta eiturpilla sem laskað hagkerfið getur sett ofan í sig.

Geir Ágústsson, 3.5.2011 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband